Heim flag

  • Laugavegshlaupið 2019

    Laugavegshlaupið fer fram í 23.sinn laugardaginn 13.júlí 2019. Skráning í hlaupið opnar 11.janúar 2019 og líkur 30.júní nema fullt verði í hlaupið fyrir þann tíma. Upplýsingar um verð, skilmála o.fl. verða aðgengilegar í byrjun janúar 2018. Er Laugavegshlaupið fyrir þig?
  • Krefjandi hlaup

    Mjög mikilvægt er að allir þátttakendur í Laugavegshlaupinu undirbúi sig vel fyrir þá miklu áskorun sem hlaupið er. Smellið hér til að finna upplýsingar um það sem hlauparar ættu að hafa í huga þegar þeir undirbúa sig fyrir þátttöku í hlaupinu.. 
  • Laugavegshlaupið

    Laugavegshlaupið er 55 km utanvegahlaup en Laugavegurinn tengir saman Landmannalaugar og Þórsmörk á sunnanverðu hálendi Íslands, tvær sannkallaðar náttúruperlur. Göngugarpar eru venjulega 4 daga á leið sinni um Laugaveginn en hröðustu hlaupararnir fara leiðina á 4-5 klukkustundum. 

Rannveig og Þorbergur sigruðu Laugavegshlaupið 2018

Laugavegshlaupið fór fram í 22.sinn í dag í ágætis aðstæðum. Sigurvegarar hlaupsins voru þau Þorbergur Ingi Jónsson og Rannveig Oddsdóttir.

Rannveig sigraði í kvennaflokki en hún hljóp á besta tíma íslenskra kvenna frá upphafi á þessari 55 km leið, 5:16:11. Í öðru sæti var Anna Berglind Pálmadóttir á 5:26:28 og í því þriðja Diana Dzaviza frá Lettlandi á 5:30:04.

Þorbergur Ingi sigraði í karlaflokki á þriðja besta tíma sem náðst hefur í hlaupinu 4:10:44. Hann nú fjóra bestu tímana í hlaupinu. Í öðru sæti var Simon Karlsson frá Svíþjóð á 4:32:21 og í þriðja sæti Ingvar Hjartarson á 4:34:40.

Aðstæður voru betri en flestir þorðu að vona á hlaupaleiðinni í dag, ekki rigning í upphafi eins og spáð var og hlýrra. Snjórinn í kringum Hrafntinnusker sem er hæðsti punktur leiðarinnar var þó hlaupurum erfiður því hann var laus í sér. Þó vindur væri ekki mikill þegar komið var framhjá Hrafntinnuskeri var hann í fangið á hlaupurum sem er alltaf erfitt.

Smellið hér til að skoða heildarúrslit hlaupsins.

Til hamingju með árangurinn og takk fyrir góðan dag!

winners2018

Um Íþróttabandalag Reykjavíkur

Íþróttabandalag Reykjavíkur (ÍBR) var stofnað 1944 og eru samtök íþróttafélaganna í Reykjavík. Árlega hefur Íþróttabandalagið umsjón með sex stórum íþróttaviðburðum: Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka í ágúst, Laugavegshlaupið í júlí, WOW Tour of Reykjavik og Miðnæturhlaup Suzuki í júní, WOW Northern Lights Run í febrúar og WOW Reykjavik International Games í janúar.