Heim flag

  • Laugavegshlaupið 2018

    Laugavegshlaupið fer fram í 22.sinn laugardaginn 14.júlí 2018. Skráning í hlaupið opnar í janúar 2018 og líkur 30.júní nema fullt verði í hlaupið fyrir þann tíma. Upplýsingar um verð, skilmála o.fl. verða aðgengilegar í lok desember 2017. Er Laugavegshlaupið fyrir þig?
  • Krefjandi hlaup

    Mjög mikilvægt er að allir þátttakendur í Laugavegshlaupinu undirbúi sig vel fyrir þá miklu áskorun sem hlaupið er. Smellið hér til að finna upplýsingar um það sem hlauparar ættu að hafa í huga þegar þeir undirbúa sig fyrir þátttöku í hlaupinu.. 
  • Laugavegshlaupið

    Laugavegshlaupið er 55 km utanvegahlaup en Laugavegurinn tengir saman Landmannalaugar og Þórsmörk á sunnanverðu hálendi Íslands, tvær sannkallaðar náttúruperlur. Göngugarpar eru venjulega 4 daga á leið sinni um Laugaveginn en hröðustu hlaupararnir fara leiðina á 4-5 klukkustundum. 

Myndir 2017

Miðnæturhlaup Suzuki 2017 fór fram 23. júní. Í upphafi hlaups ringdi töluvert en þegar hlauparar voru að koma í mark var veðrið betra og góð stemmning í Laugardalnum.

Hlaup.is var á staðnum og náði myndum af flestum hlaupurum. Hægt verður að að kaupa myndir á hlaup.is í fullum gæðum annað hvort sem JPG skrá eða útprentaða fljótlega.

Hér fyrir neðan getur þú skoðað myndir sem teknar voru af starfsmönnum hlaupsins en einnig er hægt að skoða myndirnar á flickr.

 

Verðlaunaafhending
Ljósmyndari Una Þorgilsdóttir

 

 

Hálfmaraþon hlauparar víðsvegar á brautinni

Ljósmyndari Sigurður Guðmundsson

 

 

Svipmyndir frá marksvæðinu í Laugardal

Ljósmyndari Ásgeir Örn Valgerðarson

 

 

Úrslit 2017

Miðnæturhlaup Suzuki 2017 fór fram föstudaginn 23.júní. Timataka.net sá um tímatöku með tækjum frá Mylaps.

Smelltu á þann flokk sem þú vilt skoða. Þá kemur upp sprettigluggi með úrslitum. Til að flýta fyrir leit er gott að nota Ctrl og F takkann og þá má slá inn nafn þess sem þú leitar að. Úrslit eru röðuð eftir byssutíma eða frá því upphafsskot ríður af og þangað til komið er í mark. Innan sviga er birtur flögutími sem er persónulegur tími hvers og eins því hann er tekinn frá því þátttakandi fór yfir tímatökumottu í upphafi hlaups og þangað til hann kom í mark.

Hálft maraþon

Sigurvegarar

Karlar  Konur 
1. Lawrence Avery, UK, 01:15:08   1. Lisa Ring, SWE, 01:23:46
2. Xavi Martínez Masana, ESP, 01:19:11 2. Molly Smith, USA, 01:27:32 
3. Kevin McCloy, IRL, 01:20:31  3. Kim Baxter, UK, 01:28:47

Heildarúrslit í hálfu maraþoni
Aldursflokkaúrslit í hálfu maraþoni
Heildarúrslit í kvennaflokki
Heildarúrslit í karlaflokki

10 km

Sigurvegarar

Karlar  Konur 
1. Vignir Már Lýðsson, ISL, 00:34:50     1. Elín Edda Sigurðardóttir, ISL, 00:37:40
2. Rimvydas Alminas, LTU, 00:35:06 2. Ashlee Michels, USA, 00:42:03
3. Kurt Michels, USA, 00:35:21 3. Valgerður Dýrleif Heimisdóttir, ISL, 00:42:54

Heildarúrslit í 10 km hlaupi
Aldursflokkaúrslit í 10 km hlaupi
Heildarúrslit í kvennaflokki í 10 km hlaupi
Heildarúrslit í karlaflokki í 10 km hlaupi

5 km

Sigurvegarar

Karlar Konur
1. Þórólfur Ingi Þórsson, ISL, 00:16:12 1. Íris Anna Skúladóttir, ISL, 00:18:36
2. Vilhjálmur Þór Svansson, ISL, 00:16:52   2. Rannveig Oddsdóttir, ISL, 00:19:26
3. Andri Már Hannesson, ISL, 00:16:55 3. Hulda Guðný Kjartansdóttir, ISL, 00:19:34

Heildarúrslit í 5 km hlaupi
Aldursflokkaúrslit í 5 km hlaupi 
Heildarúrslit í kvennaflokki í 5 km hlaupi
Heildarúrslit í karlaflokki í 5 km hlaupi

Ef svo óheppilega vill til að nafn þitt birtist ekki í úrslitum hlaupsins skaltu senda póst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. með upplýsingum um nafn, kennitölu, símanúmer og þann tíma sem þú taldir þig koma í mark á. Ef einhverjir sem þú þekkir komu í mark á svipuðum tíma og þú er einnig gott að nefna nöfn þeirra. Frestur til að skila inn athugasemdum vegna úrslita er 3.júlí 2017.

Aldursflokkaverðlaun verða afhent á skrifstofu Reykjavíkurmaraþons, Engjavegi 6, 104 Reykjavík, frá kl.11 mánudaginn 26.júní og alla virka daga eftir það milli kl.9 og 16.

Um Reykjavíkurmaraþon

Reykjavíkurmaraþon var stofnað árið 1984.  Frá 2003 hefur Reykjavíkurmaraþon verið í umsjón Íþróttabandalags Reykjavíkur (ÍBR) sem eru samtök íþróttafélaganna í Reykjavík.  Á vegum Reykjavíkurmaraþons eru árlega haldin þrjú hlaup: Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka, Laugavegurinn - Ultra Maraþon og Miðnæturhlaup Suzuki. Reykjavíkurmaraþon fagnaði 30 ára afmæli árið 2013.