Heim flag

 • Laugavegshlaupið 2016

  Laugavegshlaupið fer fram í 20.sinn laugardaginn 16.júlí 2016. Skráning í hlaupið verður opin frá 8.janúar til 30.júní nema fullt verði í hlaupið fyrir þann tíma. Upplýsingar um keppnisfyrirkomulag o.fl. verða aðgengilegar hér á síðunni í desember.
 • Laugavegshlaupið

  Laugavegshlaupið er 55 km utanvegahlaup en Laugavegurinn tengir saman Landmannalaugar og Þórsmörk á sunnanverðu hálendi Íslands, tvær sannkallaðar náttúruperlur. Göngugarpar eru venjulega 4 daga á leið sinni um Laugaveginn en hröðustu hlaupararnir fara leiðina á 4-5 klukkustundum. 
 • Krefjandi hlaup

  Ef þú hefur ekki tekið þátt í Laugavegshlaupinu áður mælum við með því að þú horfir á myndböndin hér á síðunni. Þau gefa mjög góða mynd af því við hverju er að búast í þeirri krefjandi áskorun sem Laugavegshlaupið er auk þess að sýna hina ótrúlegu náttúrufegurð sem hlauparar njóta á leið sinni um Laugaveginn.
 • Vefverslun

  Í vefverslun Reykjavíkurmaraþons má finna jakka, boli o.fl. merkt Laugavegshlaupinu. Allar vörur eru sendar með Íslandspósti og greiðsla fer fram á öruggri greiðslusíðu Valitors. Kíktu endilega við og sjáðu hvort þú finnir eitthvað við þitt hæfi eða jafnvel gjöf fyrir góðan vin. Slóðin er www.marathon.is/shop.

Skráning er hafin

Skráning í Laugavegshlaupið 2016 sem fram fer laugardaginn 16.júlí er hafin hér á marathon.is. Skráning verður opin til 30.júní nema fullbókað verði í hlaupið fyrir þann tíma.

Smellið hér til að skoða upplýsingar um verð og skilmála skráninga.

Hlauparar eru hvattir til að kynna sér vel allar upplýsingar um hlaupið hér á heimasíðunni. Góður undirbúningur er sérstaklega mikilvægur í þessu krefjandi hlaupi.

Smelltu hér til að skrá þig.

image165

Cintamani nýr samstarfsaðili

Laugavegshlaupið kynnir með stolti nýjan samstarfsaðila, Cintamani, en nýlega var skrifað undir samstarfssamning við fyrirtækið til þriggja ára. Í yfir 20 ár hefur Cintamani mótað íslenskan fatastíl með því að sameina undir einu merki hátækniefni og nútímalegan stíl fyrir hversdagsfatnað kvenna, karla og barna. Cintamani er bæði útivistarfatnaður og flottur götuklæðnaður en hentar einnig vel við iðkun íþrótta.

Cintamani fatnaðurinn ver notendur vel fyrir veðri og vindum og því einstaklega góður samstarfsaðili fyrir Laugavegshlaupið þar sem allra veðra er von. Allir þátttakendur í Laugavegshlaupinu 2016 fá Cintamani bol við afhendingu gagna fyrir hlaupið en Cintamani gefur einnig fyrstu þremur körlum og fyrstu þremur konum í mark glæsileg verðlaun.

Kíkið við á cintamani.is til að skoða úrvalið.

cintamani-logo

Um Reykjavíkurmaraþon

Reykjavíkurmaraþon var stofnað árið 1984.  Frá 2003 hefur Reykjavíkurmaraþon verið í umsjón Íþróttabandalags Reykjavíkur (ÍBR) sem eru samtök íþróttafélaganna í Reykjavík.  Á vegum Reykjavíkurmaraþons eru árlega haldin þrjú hlaup: Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka, Laugavegurinn - Ultra Maraþon og Miðnæturhlaup Suzuki. Reykjavíkurmaraþon fagnaði 30 ára afmæli árið 2013.