Heim flag

 • Laugavegshlaupið 2015

  Laugavegshlaupið fer fram í 19.sinn laugardaginn 18.júlí 2015. Skráning í hlaupið opnar í janúar hér á marathon.is. Upplýsingar um keppnisfyrirkomulag o.fl. má finna í valstikunni hér fyrir ofan.
 • Laugavegshlaupið

  Laugavegshlaupið er 55 km utanvegahlaup en Laugavegurinn tengir saman Landmannalaugar og Þórsmörk á sunnanverðu hálendi Íslands, tvær sannkallaðar náttúruperlur. Göngugarpar eru venjulega 4 daga á leið sinni um Laugaveginn en hröðustu hlaupararnir fara leiðina á 4-5 klukkustundum. 
 • Vefverslun

  Í vefverslun Reykjavíkurmaraþons má finna jakka, boli o.fl. merkt Laugavegshlaupinu. Allar vörur eru sendar með Íslandspósti og greiðsla fer fram á öruggri greiðslusíðu Valitors. Kíktu endilega við og sjáðu hvort þú finnir eitthvað við þitt hæfi eða jafnvel gjöf fyrir góðan vin. Slóðin er www.marathon.is/shop.
 • Krefjandi hlaup

  Ef þú hefur ekki tekið þátt í Laugavegshlaupinu áður mælum við með því að þú horfir á myndböndin hér á síðunni. Þau gefa mjög góða mynd af því við hverju er að búast í þeirri krefjandi áskorun sem Laugavegshlaupið er auk þess að sýna hina ótrúlegu náttúrufegurð sem hlauparar njóta á leið sinni um Laugaveginn.

Elísabet fyrsta kona í mark

Elísabet Margeirsdóttir er sigurvegari kvenna í Laugavegshlaupinu 2014 en hún kom í mark á tímanum 5:34:05. Elísabet bætti í dag sinn besta árangur sem var 5:47:33.

Fyrstu þrjár konur í mark voru:

1. Elísabet Margeirsdóttir 5:34:05
2. Guðbjörg Margrét Björnsdóttir 5:45:15
3. Ásdís Söebeck Kristjánsdóttir 5:53:33

Fyrstu konur í hverjum aldursflokki voru:

18-29 ára - Elísabet Margeirsdóttir
30-39 ára - Jónína Gunnarsdóttir
40-49 ára - Guðbjörg Margrét Björnsdóttir
50-59 ára - Erla Eyjólfsdóttir
60 ára og eldri - Lilja Ágústa Guðmundsdóttir

Smellið hér til að skoða heildarúrslit hlaupsins.

elisabet minni

 

Þorbergur fyrstur á nýju meti

Þorbergur Ingi Jónsson kom fyrstur í mark á nýju meti í Laugavegshlaupinu í dag á tímanum 4:07:47. Hann bætti met Björns Margeirssonar frá 2012 sem var 4:19:55.

Fyrstu þrír karlar í mark voru:

1. Þorbergur Ingi Jónsson 4:07:47
2. Örvar Steingrímsson 4:46:14
3. Eliot Drake (USA) 5:01:00

Fyrstu þrír karlar í hverjum aldursflokki voru:

18-29 ára - Michael Ridley (GBR)
30-39 ára - Þorbergur Ingi Jónsson
40-49 ára - Sigurður Hrafn Kiernan
50-59 ára - Agnar Jón Ágústsson
60-69 ára - Árni Gústafsson
70 ára og eldri - Gunnar J. Geirsson

Smellið hér til að skoða heildarúrslit.

thorbergur minni

 

Um Reykjavíkurmaraþon

Reykjavíkurmaraþon var stofnað árið 1984.  Frá 2003 hefur Reykjavíkurmaraþon verið í umsjón Íþróttabandalags Reykjavíkur (ÍBR) sem eru samtök íþróttafélaganna í Reykjavík.  Á vegum Reykjavíkurmaraþons eru árlega haldin þrjú hlaup: Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka, Laugavegurinn - Ultra Maraþon og Miðnæturhlaup Suzuki. Reykjavíkurmaraþon fagnar 30 ára afmæli árið 2013.