Heim flag

Ráshópar og hlaupanúmer

hlaupanumer-2015Það er mikilvægt að allir þátttakendur leggi sitt af mörkum til að þessi öryggistalning verði rétt og gefi sig fram í upphafi hlaups í viðeigandi ráshóp og fari síðan í gegnum þar til gert „talningarhlið“ í Álftavatni.

Þátttakendum í Laugavegshlaupinu er raðað í ráshópa eftir áætluðum lokatíma þeirra. Þátttakendur fá mismunandi lit á hlaupanúmerum, sem gefur til kynna í hvaða ráshóp viðkomandi er.

Hóparnir eru fjórir: gulur, rauður, grænn og blár. Fimm mínútur verða á milli ráshópa. Þetta er gert vegna þrengsla í upphafi hlaups og til að varna því að tíminn líði án þess að hlauparar komist af stað. Með þessu fyrirkomulagi verður nákvæmari tímasetning við ráslínuna og leiðin greiðfærari í byrjun á þröngum stíg í upphafi hlaups og á þjónustustöðum á leiðinni. Þetta getur líka orðið til þess að fyrsti þátttakandi í mark sé ekki sigurvegarinn. Það kemur ekki í ljós fyrr en 5-10 mín. síðar.

Með þátttökunúmeri fylgja áfastir tveir farangursmiðar með sama númeri. Þeir eru ætlaðir til þess að rífa frá númerinu og merkja farangur. Sjá nánar um farangur hér.

Á númerinu eru þrjár aðrar afrifur sem tilheyra öryggisferli og tímatöku. Til þess að auðvelda starfsmönnum þjónustu við þátttakendur er nauðsynlegt að númerið sé fest að framan í mittishæð eða ofar. Fyrsta afrifa verður rifinn af númeri í Landmannalaugum, til þess að vita nákvæmlega hverjir fara af stað þaðan. Miði merktur Álftavatn er rifinn af í Álftavatni til þess að geta fylgst með að allir skili sér örugglega yfir hæsta hluta leiðarinnar, frá Landmannalaugum í Álftavatn. Síðasta afrifa tilheyrir tímatöku og er rifinn af í Þórsmörk. Starfsmenn sem annast tímatöku rífa hann af þegar hlaupari kemur í mark að loknu hlaupi. Ef miðinn losnar er æskilegt að næla hann fastan við númerið.

Til þess að geta raðað sem best í ráshópa er mikilvægt að þátttakendur gefi upp fyrri tíma og reynslu í hlaupi ásamt áætluðum lokatíma. Upplýsingar um árangur í maraþoni og fyrri Laugavegshlaupum þarf að gefa upp þegar skráð er í hlaupið. Áætlaðan lokatíma þarf að skrá á mínum síðum en sú skráning hefst í lok júní og lýkur 3.júlí. Þar er líka hægt að óska eftir því að vera í ráshóp með ákveðnum hlaupafélögum en athugið að ósk um slíkt þarf að koma frá báðum aðilum. Einnig er hægt að senda tölvupóst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.  með upplýsingum um reynslu sem gæti haft áhrif á röðun í ráshópa.

Um Reykjavíkurmaraþon

Reykjavíkurmaraþon var stofnað árið 1984.  Frá 2003 hefur Reykjavíkurmaraþon verið í umsjón Íþróttabandalags Reykjavíkur (ÍBR) sem eru samtök íþróttafélaganna í Reykjavík.  Á vegum Reykjavíkurmaraþons eru árlega haldin þrjú hlaup: Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka, Laugavegurinn - Ultra Maraþon og Miðnæturhlaup Suzuki. Reykjavíkurmaraþon fagnaði 30 ára afmæli árið 2013.