Heim flag

Er Laugavegshlaupið fyrir þig?

Laugavegshlaupið er 55 km ofurhlaup sem á ensku heitir ultra maraþon. Það er samheiti á hlaupum sem eru lengri í kílómetrum en maraþon sem er 42,2 km. 

Laugvegshlaupið er ekki fyrir gangandi þátttakendur en er ætlað reynslumiklum hlaupurum 18 ára og eldri sem eru í mjög góðri alhliða líkamlegri þjálfun og geta uppfyllt eftirfarandi skilyrði:

  • Góður hlaupagrunnur og reynsla í að hlaupa langar vegalengdir utanvega að lágmarki 30 km. 
  • Þekkja sín takmörk og vera nægjanlega andlega sterk til að bjarga sér við erfiðar aðstæður.
  • Þekki tímatakmörk hlaupsins sem eru 4 klst í Álftavatn (22 km) og 6 klst og 15 mín í Emstrur (38 km) og miði þjálfun og æfingar sínar útfrá því að ná þeim. Sjá nánar: Tímatakmörk
  • Þekkja og skilja mikilvægi viðeigandi fatnaðar og næringar. Sjá nánar: Undirbúningur hlaupara
  • Séu tilbúin að kynna sér og fara eftir reglum og skipulagi hlaupsins.
  • Skrifa undir skilmála við afhendingu hlaupagagna. Sjá nánar: Skilmálar

Sebast-8200 copy

Um Íþróttabandalag Reykjavíkur

Íþróttabandalag Reykjavíkur (ÍBR) var stofnað 1944 og eru samtök íþróttafélaganna í Reykjavík. Árlega hefur Íþróttabandalagið umsjón með sex stórum íþróttaviðburðum: Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka í ágúst, Laugavegshlaupið í júlí, WOW Tour of Reykjavik og Miðnæturhlaup Suzuki í júní, WOW Northern Lights Run í febrúar og WOW Reykjavik International Games í janúar.