Heim flag

Góðir hvatningarstaðir

Þátttakendur í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka hlaupa um götur Reykjavíkur. Góða staði til að hvetja hlaupara má sjá á töflunni hér fyrir neðan.

hvatningarstadir-2017

RM17-lokanir

Komdu út að hvetja!

Smá klapp eða uppörvandi hrós getur veitt ótrúlega mikinn auka kraft í átökunum.

Þau sem ekki komast út á braut til að fylgjast með sínu fólki geta fylgst með því hér á netinu. Á einnar mínútu fresti verða úrslit og millitímar uppfærðir fyrir áhugasama.

Hvatningarstöðvar góðgerðafélaga

Góðgerðafélögin sem hægt er að safna áheitum fyrir á hlaupastyrkur.is eru einnig mörg með hvatningarstöðvar á leiðinni. Smelltu hér til að skoða kort þar sem þú getur séð hvar von er á hvatningu á leiðinni en athugið að staðsetningar eru ekki nákvæmar.

Um Reykjavíkurmaraþon

Reykjavíkurmaraþon var stofnað árið 1984.  Frá 2003 hefur Reykjavíkurmaraþon verið í umsjón Íþróttabandalags Reykjavíkur (ÍBR) sem eru samtök íþróttafélaganna í Reykjavík.  Á vegum Reykjavíkurmaraþons eru árlega haldin þrjú hlaup: Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka, Laugavegurinn - Ultra Maraþon og Miðnæturhlaup Suzuki. Reykjavíkurmaraþon fagnaði 30 ára afmæli árið 2013.