Heim flag

Truflun á umferð

Miðnæturhlaup Suzuki 2019 fer fram fimmtudaginn 20.júní. Líkt og undanfarin ár má búast við truflun á umferð vegna hlaupsins. 

Fyrsta hlaup er ræst kl.21:00 og má reikna með að allir hlauparar verði komnir í mark á miðnætti. Að mestu er hlaupið á stígum en þó að hluta til á götum. Vegna hlaupsins verður því truflun á umferð auk þess sem loka þarf nokkrum götum í stutta stund meðan hlauparar fara hjá.

Lokanir á götum

  • Miðbik Engjavegar við Laugardalshöll lokað kl.17:00-22:00. Opið að bílastæðum við Skautahöll og vestan við Laugardalshöll 
  • Engjavegur alveg lokaður kl. 20:45-21:30
  • Gnoðarvogur við Engjaveg kl. 20:50-23:50
  • Álfheimar milli Ljósheima og Suðurlandsbrautar kl. 20:50-23:50
  • Skeiðarvogur milli Sólheima og Suðurlandsbrautar kl. 20:50-23:50
  • Reykjavegur kl.21:20-21:45

Truflun á umferð

Skeiðarvogur og Álfheimar við Suðurlandsbraut kl. 21:20-23:00
Rauðagerði kl. 21:00-23:40

Bílastæði

  • Fyrir aftan Laugardalshöll til kl.20:45
  • Á Suðurlandsbraut - yfirleitt næg laus stæði eftir kl.18
  • Við húsnæði KFUM og KFUK á Holtavegi og Langholtsskóla 

Smellið hér til að kort af hlaupaleiðum í Miðnæturhlaupi Suzuki.

lokanir 550x232

Um Íþróttabandalag Reykjavíkur

Íþróttabandalag Reykjavíkur (ÍBR) var stofnað 1944 og eru samtök íþróttafélaganna í Reykjavík. Árlega hefur Íþróttabandalagið umsjón með sex stórum íþróttaviðburðum: Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka í ágúst, Laugavegshlaupið í júlí, Tour of Reykjavik og Miðnæturhlaup Suzuki í júní, Norðurljósahlaup Orkusölunnar í febrúar og Reykjavik International Games í janúar.