Heim flag

Marksvæði

Eftirfarandi eru upplýsingar um skipulag á marksvæði í Miðnæturhlaupi Suzuki 2016.

Hálfmaraþonið verður ræst fyrst af hlaupunum þremur og hefst það klukkan 21:20 á Engjavegi ofan við bílastæði Skautahallar og Fjölskyldu- og húsdýragarðs. Hálftíma seinna, klukkan 21:50, verður 5 km hlaupið ræst fyrir framan Laugardalshöll og 10 km hlaupið hefst síðan klukkan 22:00 á svipuðum stað. Þátttakendur í öllum vegalengdum koma í mark í trjágöngunum við gömlu þvottalaugarnar fyrir neðan Skautahöllina.

MARKSVAEDI

Smellið hér til að skoða kort af hlaupaleiðum.

Um Reykjavíkurmaraþon

Reykjavíkurmaraþon var stofnað árið 1984.  Frá 2003 hefur Reykjavíkurmaraþon verið í umsjón Íþróttabandalags Reykjavíkur (ÍBR) sem eru samtök íþróttafélaganna í Reykjavík.  Á vegum Reykjavíkurmaraþons eru árlega haldin þrjú hlaup: Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka, Laugavegurinn - Ultra Maraþon og Miðnæturhlaup Suzuki. Reykjavíkurmaraþon fagnaði 30 ára afmæli árið 2013.