Heim flag

Tímataka

Tekinn er tími frá því að startskot ríður af, svokallaður byssutími, og fyrsti ráshópurinn leggur af stað. Klukkan í markinu sýnir því tímann sem liðinn er frá því að fyrsti ráshópurinn hóf hlaupið. Fimm mínútur líða á milli þess sem ráshópar eru ræstir í hlaupið. Tímatökuteymi Laugavegshlaupsins leiðréttir fyrir þennan tímamismun þegar þátttakendur í öðrum ráshópum en fyrsta hafa skilað sér í mark. Röð þátttakenda yfir marklínuna þarf því ekki að endurspegla nákvæmlega röð þeirra í úrslitum.

Nánari upplýsingar um ráshópa er að finna hér.

Um Íþróttabandalag Reykjavíkur

Íþróttabandalag Reykjavíkur (ÍBR) var stofnað 1944 og eru samtök íþróttafélaganna í Reykjavík. Árlega hefur Íþróttabandalagið umsjón með sex stórum íþróttaviðburðum: Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka í ágúst, Laugavegshlaupið í júlí, WOW Tour of Reykjavik og Miðnæturhlaup Suzuki í júní, WOW Northern Lights Run í febrúar og WOW Reykjavik International Games í janúar.