Miðnæturhlaup Suzuki 2018

Miðnæturhlaupið fer fram í 26.sinn þann 21.júní 2018. Hlaupið endar rétt fyrir miðnætti og er öllum þátttakendum boðið í sund í Laugardalslaug að hlaupi loknu.

Helstu upplýsingar um hlaupið

Tímasetning: 21.júní 2018

Vegalengdir: Hálfmaraþon (21,1 km), 10 km hlaup og 5 km hlaup. Athugið að aðeins 10 km hlaup gildir til stiga í Powerade Sumarhlaupunum.

Staðsetning: Laugardalur í Reykjavík. Ræst á Engjavegi.

Skráning: Forskráning á marathon.is til miðnættis miðvikudaginn 20.júní. Einnig skráning á hlaupdegi, 21.júní í Laugardalshöll. Athugið að þátttökugjald hækkar þegar nær dregur hlaupi og er dýrast á hlaupdag. Lokað verður fyrir nýskráningar hálftíma fyrir hlaup. Forskráningargögn verða afhent á hlaupdegi frá kl.16:00. Vinsamlega sækið forskráningar eigi síðar en 30 mínútum fyrir hlaup.

Flögutímataka: Flögutímataka. Skila þarf tímatökuflögum í marki eftir hlaup.

Tímataka: Byssutími gildir til úrslita og röðunar í sæti.

Þátttökugjöld:

Eftirfarandi er verðskrá í Miðnæturhlaup Suzuki 2018:

Vegalengd Afsláttarverð - 20% afsláttur
12.janúar til 12.apríl
Forskráning
13.apríl til 20.júní
Skráning á staðnum 
20% hærra gjald
21.júní
Hálfmaraþon
20 ára og eldri
3440 kr. 4300 kr. 5160 kr.
Hálfmaraþon
15-19 ára
3040 kr. 3800 kr. 4560 kr.
10 km
20 ára og eldri
2320 kr. 2900 kr. 3480 kr.
10 km 
12-19 ára
1920 kr. 2400 kr. 2880 kr.
5 km
20 ára og eldri
1840 kr. 2300 kr. 2760 kr.
5 km
19 ára og yngri
1440 kr. 1800 kr. 2160 kr.

Powerade drykkir og vatn verður í boði CCEP auk þess sem allir þátttakendur fá frítt í sund í Laugardalslaug eftir hlaup. Athugið að þátttökugjöld verða ekki endurgreidd.

Heimasíða skipuleggjenda: marathon.is

Úrslit og myndir frá Miðnæturhlaupi Suzuki 2017: 
Smellið hér til að skoða úrslit hlaupsins og hér til að skoða myndir.

Úrslit og myndir frá Miðnæturhlaupi Suzuki 2016: 
Smellið hér til að skoða úrslit hlaupsins og hér til að skoða myndir.