Heim flag

Verðlaun 2017

Allir þátttakendur í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka fá verðlaunapening þegar þeir koma í mark.

Fyrstu þrír karlar og konur í 10 km hlaupi, hálfmaraþoni og maraþoni fá einnig verðlaunagripi fyrir sinn árangur ásamt fleiri verðlaunum sem eru nánar tilgreind hér fyrir neðan. Þessi verðlaun eru veitt á sviðinu í Lækjargötu á hlaupdegi.

Verðlaunafé

Líkt og undanfarin ár eru veitt peningaverðlaun til fyrstu þriggja karla og kvenna í heilu og hálfu maraþoni. Í fyrsta sinn í ár verða einnig veitt peningaverðlaun til fyrstu þriggja karla og kvenna í mark í 10 km hlaupinu. Verðlaunin eru í íslenskum krónum og eru eftirfarandi:

Vegalengd  1.sæti 2.sæti 3.sæti
Maraþon 150.000   100.000   50.000   
Hálft maraþon  100.000 50.000 25.000
10 km hlaup 50.000 30.000 20.000

Eigi þrír fyrstu Íslendingarnir í 10 km, hálfmaraþoni og maraþoni ekki verðlaunasæti í heildarúrslitunum fá þeir sérstök peningaverðlaun. Verðlaunin eru veitt í íslenskum krónum og eru eftirfarandi:

Vegalengd  1.sæti 2.sæti 3.sæti
Maraþon 75.000   50.000   25.000   
Hálft maraþon  50.000 30.000 20.000
10 km hlaup 25.000 15.000 10.000

Brautarmet

Sé brautarmet slegið er greiddur bónus, 50.000 kr. í hálfmaraþoni og 100.000 kr. í maraþoni. Þessi verðlaun verða veitt í Lækjargötu á hlaupdegi. Brautarmet í maraþoni karla á Ceslovas Kundrotas (LTU) 2:17:06 og maraþoni kvenna Angaharad Mair (GBR) 2:38:47. Benjamin Serem (KEN) á brautarmetið í hálfmaraþoni karla 1:04:09 en Martha Ernstdóttir (ISL) á brautarmet kvenna 1:11:40.

Gjafabréf í flug

Fyrsti karl og kona og fyrsti íslenski karl og íslenska kona í maraþoni og hálfu maraþoni fá gjafabréf í flug með WOW air. Í maraþoni fá fyrstu hlauparar 100.000 kr gjafabréf og fyrstu íslensku hlaupararnir 50.000 kr gjafabréf. Í hálfu maraþoni fá fyrstu hlauparar 50.000 kr gjafabréf og fyrstu íslensku hlaupararnir 25.000 kr gjafabréf.

Verðlaunasæti

Fyrstu þrír karlar og fyrstu þrjár konur í 10 km hlaupi, hálfmaraþoni og maraþoni fá verðlaunagrip auk eftirfarandi verðlauna:

Powerade sumarhlaupin

10 km hlaupið í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka er hluti af mótaröð sem ber nafnið Powerade sumarhlaupin. Mótaröðin samanstendur af fimm hlaupum sem haldin eru af frjálsíþróttafélögunum í Reykjavík og Reykjavíkurmaraþoni með stuðningi frá Powerade. Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka er síðasta hlaup mótaraðarinnar og þrír stigahæstu hlaupararnir fá afhend verðlaun í Lækjargötunni á hlaupdegi.

Sveitakeppni

Verðlaun eru veitt fyrstu sveit í vegalengdum 10 km, 21,1 km og 42,2 km. Sjá nánar um sveitakeppni hér. Verðlaun í sveitakeppni verða afhent á skrifstofu Reykjavíkurmaraþons, Engjavegi 6 (við hliðina á Laugardalshöll), frá og með þriðjudeginum 22. ágúst. Þetta er gert til að tryggja að úrslit liggi örugglega rétt fyrir áður en verðlaunin eru afhent.

Aldursflokkar

Veitt eru aldursflokkaverðlaun fyrir fyrsta sæti í aldursflokkum karla og kvenna. Aldursflokkaverðlaun verða afhent á skrifstofu Reykjavíkurmaraþons, Engjavegi 6 (við hliðina á Laugardalshöll), frá og með þriðjudeginum 22. ágúst. Þetta er gert til að tryggja að úrslit liggi örugglega rétt fyrir áður en verðlaunin eru afhent. Nánar um aldursflokkakeppni má finna hér.

2015-evabjork-five

 

Um Reykjavíkurmaraþon

Reykjavíkurmaraþon var stofnað árið 1984.  Frá 2003 hefur Reykjavíkurmaraþon verið í umsjón Íþróttabandalags Reykjavíkur (ÍBR) sem eru samtök íþróttafélaganna í Reykjavík.  Á vegum Reykjavíkurmaraþons eru árlega haldin þrjú hlaup: Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka, Laugavegurinn - Ultra Maraþon og Miðnæturhlaup Suzuki. Reykjavíkurmaraþon fagnaði 30 ára afmæli árið 2013.