Heim flag

Dagskrá hlaupdags 2017

Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka 2017 fer fram þann 19. ágúst og verður þetta í þrítugasta og fjórða sinn sem hlaupið er haldið.

Meðfylgjandi dagskrá er birt með fyrirvara um breytingar sem kunna að verða gerðar þegar nær dregur hlaupi.

Tímasetning hlaups í Lækjargötu 19. ágúst 2017

08:40 Maraþon og hálfmaraþon
09:35 10 km hlaup
12:15 Skemmtiskokk
14:40 Tímatöku hætt

Tímamörk í maraþoni eru sex klukkustundir. Þau sem koma í mark eftir lengri tíma en 6 klst fá ekki skráðan tíma.

Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka hefst og endar í Lækjargötu fyrir framan Menntaskólann í Reykjavík.

Furðufatahlaup Georgs í Hljómskálagarði

Skemmtidagskrá hefst klukkan 13.00 en hlaupið verður ræst milli klukkan 15 og 15:30. Nánari upplýsingar má finna hér.

2015-evabjork-hopur-nidur-brekku

Um Reykjavíkurmaraþon

Reykjavíkurmaraþon var stofnað árið 1984.  Frá 2003 hefur Reykjavíkurmaraþon verið í umsjón Íþróttabandalags Reykjavíkur (ÍBR) sem eru samtök íþróttafélaganna í Reykjavík.  Á vegum Reykjavíkurmaraþons eru árlega haldin þrjú hlaup: Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka, Laugavegurinn - Ultra Maraþon og Miðnæturhlaup Suzuki. Reykjavíkurmaraþon fagnaði 30 ára afmæli árið 2013.