Heim flag

Reglur 2018

Reglur Reykjavíkurmaraþons eru settar fram sem rammi utan um framkvæmd hlaupsins: Miðnæturhlaup Suzuki, með það að markmiði að hlaupið gangi sem best fyrir sig og að sem flestir njóti þess að taka þátt.

Í Miðnæturhlaupi Suzuki gilda reglur alþjóðafrjálsíþróttasambandsins IAAF um götuhlaup sem sjá má hjá www.fri.is. Til viðbótar við þær reglur gilda einnig eftirfarandi reglur Reykjavíkurmaraþons.

 1. Þátttakendur bera sjálfir ábyrgð á að kynna sér þær reglur sem gilda um þátttöku í Miðnæturhlaupi Suzuki og fylgja þeim eftir í einu og öllu. Brot á reglum geta ógilt þátttöku í hlaupinu.
 2. Allir þátttakendur sem skrá sig í Miðnæturhlaupi Suzuki eru á eigin ábyrgð. Börn eru á ábyrgð foreldra. Hlaupabrautin er ekki alveg lokuð umferð og því mikilvægt að sýna aðgát. Allir þátttakendur eru beðnir að kynna sér skipulag á marksvæði. (Sjá nánar hér).
 3. Þátttakendur skulu hefja hlaupið á auglýstum tíma. Tímatökukerfið er eingöngu virkt á þeim tíma. (Sjá nánar hér).
 4. Tímatöku lýkur þremur klukkustundum eftir að hálfmaraþon vegalengd er ræst. Þeir þátttakendur sem koma í mark eftir að þrjár klukkustundir eru liðnar fá ekki skráðan tíma.
 5. Þátttakendur skulu hafa hlaupnúmerið sýnilegt að framan, allan tímann á meðan hlaupinu stendur. Hlaupanúmer er skráð á ákveðinn þátttakanda og gildir eingöngu fyrir þann einstakling. Frávik frá þessu ógildir tímatöku.
 6. Þátttakendur bera ábyrgð á tímatökuflögunni sem þeim er úthlutað í leigu. Hver þátttakandi má einungis hafa eina flögu. Þátttakendur bera einnig ábyrgð á að flagan sé skráð á þeirra nafn, að hún sé eingöngu notuð af þeim sem skráður er fyrir flögunni og skila henni að loknu hlaupi til starfsmanns hlaupsins . Til þess að fá tímatöku verður að festa flöguna á skóinn. Ef það er ekki gert gildir: „engin flaga = enginn tími". (Sjá nánar hér)
 7. Ekki er heimilt að skipta um vegalengd á hlaupdegi. Sá sem hleypur aðra vegalengd en skráning segir til um er ekki inni í tímatöku hlaupsins og er ekki gildur þátttakandi.
 8. Aldurstakmörk eru í vegalengdum Miðnæturhlaups Suzuki. Hálfmaraþon 21,1 km er fyrir fimmtán ára og eldri. 10 km hlaup er ætlað fyrir 12 ára og eldri og er ekki æskilegt fyrir yngri börn. Fólk á öllum aldri getur skráð sig í 5 km.
 9. Þátttakendur skulu kynna sér hlaupaleiðir og eingöngu hlaupa eftir þeirri braut sem skilgreind hefur verið af hlaupahaldara. Hlaupabrautin er eingöngu ætluð keppendum. Ekki er heimilt að fylgja hlaupurum gangandi, hlaupandi, á hjóli eða öðrum farartækjum. Það er á ábyrgð þátttakenda að vísa frá þeim sem vilja fylgja. 
 10. Reykjavíkurmaraþon áskilur sér rétt til að vísa þeim frá, sem eru á hjóli eða öðrum farartækjum á hlaupabrautinni eða nálægt hlaupandi þátttakendum.
 11. Þátttakendum er óheimilt að þiggja þjónustu af öðrum en starfsmönnum hlaupsins í formi matar,drykkja eða líkamslegs stuðnings nema í neyð. Þá ber að tilkynna slíkt til hlaupstjóra.
 12. Þátttakendum er ekki heimilt að hafa meðferðis hunda eða önnur gæludýr í hlaupinu.
 13. Þátttakendum er ekki heimilt að hafa meðferðis kerrur eða vagna.
 14. Ekki er heimilt að taka þátt í hlaupinu á vél-, eða rafmagnsknúnum farartækjum, reiðhjóli, hlaupahjóli, línuskautum, hjólabretti, skíðahjólum eða handdrifnu hjóli (hand-cycle).
 15. Þátttakendur með stafgöngustafi skulu stilla sér upp aftast í upphafi hlaups.
 16. Þátttakendur í hjólastól skulu haka við það í skráningarferlinu að þeir taki þátt í hlaupinu í hjólastól og kynna sér upplýsingar fyrir fatlaða þátttakendur hér.
 17. Þátttakendur í hjólastólum og með önnur hjálpartæki skulu af öryggisástæðum vera aftast í upphafi hlaups.
 18. Þátttakendur skulu sýna öllum starfsmönnum hlaupsins kurteisi og fara eftir leiðbeiningum og fyrirmælum þeirra.
 19. Þátttakendur skulu sýna öðrum hlaupurum tillitsemi, og hafa í huga almennar umferðareglur.
 20. Þegar þátttakendur hafa lokið hlaupi er þeim ekki leyfilegt að fara aftur út á braut til þess að hlaupa með öðrum þátttakendum.

Ölum ábendingum sem þátttakendur vilja koma á framfæri er hægt að koma til skila á netfanginu  This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. .

Um Íþróttabandalag Reykjavíkur

Íþróttabandalag Reykjavíkur (ÍBR) var stofnað 1944 og eru samtök íþróttafélaganna í Reykjavík. Árlega hefur Íþróttabandalagið umsjón með sex stórum íþróttaviðburðum: Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka í ágúst, Laugavegshlaupið í júlí, WOW Tour of Reykjavik og Miðnæturhlaup Suzuki í júní, WOW Northern Lights Run í febrúar og WOW Reykjavik International Games í janúar.