Heim flag

Powerade Sumarhlaupin 2017

Miðnæturhlaup Suzuki er hluti af Powerade Sumarhlaupunum 2017. Um er að ræða mótaröð fimm götuhlaupa í Reykjavík sem Powerade, Reykjavíkurmaraþon og frjálsíþróttafélögin í Reykjavík standa að. Það er 10 km vegalengdin sem gildir til stiga í stigakeppni mótaraðarinnar að undanskildu Víðavangshlaupi ÍR sem er 5 km.

Powerade Sumarhlaupin 2017 eru:

VÍÐAVANGSHLAUP ÍR
20.apríl, Sumardaginn fyrsta, 5 km

FJÖLNISHLAUPIÐ
25.maí, 10 km og 1,8 km skemmtiskokk

MIÐNÆTURHLAUP SUZUKI
23.júní, 21,1 km – 10 km – 5 km

ÁRMANNSHLAUPIÐ
5.júlí, 10 km

REYKJAVÍKURMARAÞON ÍSLANDSBANKA
19.ágúst, 42,2 km – 21,1 km – 10km – 3 km – Krakkamaraþon

Nánari upplýsingar um Powerade Sumarhlaupin má finna á marathon.is/powerade.

powerade sumarhlaupin 150x88

Um Reykjavíkurmaraþon

Reykjavíkurmaraþon var stofnað árið 1984.  Frá 2003 hefur Reykjavíkurmaraþon verið í umsjón Íþróttabandalags Reykjavíkur (ÍBR) sem eru samtök íþróttafélaganna í Reykjavík.  Á vegum Reykjavíkurmaraþons eru árlega haldin þrjú hlaup: Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka, Laugavegurinn - Ultra Maraþon og Miðnæturhlaup Suzuki. Reykjavíkurmaraþon fagnaði 30 ára afmæli árið 2013.