Heim flag

Miðnæturhlaupið

Miðnæturhlaup Suzuki verður haldið í 26. sinn að kvöldi 21. júní 2018 í Laugardalnum í Reykjavík. Hlaupagögn verða afhent samdægurs í Laugardalnum.

Skráning í Miðnæturhlaup Suzuki 2018 hefst hér á marathon.is föstudaginn 12. janúar 2018. Áhugasömum stendur til boða að skrá sig (eða aðra) í eftirfarandi vegalengdir:

Þrjár vegalengdir eru í boði og upphaf og endir allra vegalengdanna er í Laugardalnum. Hlaupin hefjast á Engjavegi og allir hlauparar koma í mark við Þvottalaugarnar. Hlaupabrautin er mæld samkvæmt stöðlum AIMS (alþjóðleg samtök hlaupa) og viðurkennd af Frjálsíþróttasambandi Íslands.

Það er síðan ekki langt fyrir þátttakendur að fara í Laugardalslaugina en þangað er öllum þátttakendum boðið til að láta þreytuna líða úr sér að hlaupi loknu. 

Smelltu hér til að skoða dagskrá hlaupdags.

DSC05817  litil

Um Íþróttabandalag Reykjavíkur

Íþróttabandalag Reykjavíkur (ÍBR) var stofnað 1944 og eru samtök íþróttafélaganna í Reykjavík. Árlega hefur Íþróttabandalagið umsjón með sex stórum íþróttaviðburðum: Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka í ágúst, Laugavegshlaupið í júlí, WOW Tour of Reykjavik og Miðnæturhlaup Suzuki í júní, WOW Northern Lights Run í febrúar og WOW Reykjavik International Games í janúar.