Heim flag

Dagskrá

Dagskrá Miðnæturhlaups Suzuki á hlaupdag 23.júní 2014

kl. 16:00   Skráning og afhending gagna opnar í Laugardalshöll - lokar 30 mín fyrir hvert hlaup
kl. 21:20 Hálfmaraþon ræst á Engjavegi ofan við bílastæði Skautahallar
kl. 21:50 5 km hlaupið ræst á Engjavegi framan við anddyri Laugardalshallar
kl. 22:00 10 km hlaupið ræst á Engjavegi framan við anddyri Laugardalshallar

Verðlaunaafhending verður á marksvæðinu sem er í trjágöngunum við gömlu þvottalaugarnar um leið og úrslit liggja fyrir.

Allir hlauparar fá frítt í Laugardalslaugina en þar verður opið næturlangt!

Hlauparar eru hvattir til að leggja við Laugardalsvöll því engin truflun verður á umferð um Reykjaveg. Einnig er hægt að leggja við Laugardalshöll og Skautahöll en þar verða lokanir að hluta til um kvöldið og því ekki alltaf hægt að keyra að og frá. Hér má nálgast upplýsingar um lokanir á götum og truflun á umferð á meðan hlaupið fer fram.

mhs

 

Um Reykjavíkurmaraþon

Reykjavíkurmaraþon var stofnað árið 1984.  Frá 2003 hefur Reykjavíkurmaraþon verið í umsjón Íþróttabandalags Reykjavíkur (ÍBR) sem eru samtök íþróttafélaganna í Reykjavík.  Á vegum Reykjavíkurmaraþons eru árlega haldin þrjú hlaup: Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka, Laugavegurinn - Ultra Maraþon og Miðnæturhlaup Suzuki. Reykjavíkurmaraþon fagnaði 30 ára afmæli árið 2013.