Heim flag

Dagskrá 2017

Hér að neðan má sjá dagskrá Miðnæturhlaups Suzuki á hlaupdag 23.júní 2017.
Birt með fyrirvara um breytingar

16:00 - Afhending gagna, skráning og sala á varningi hefst í Laugardalshöll
20.15 - Skráningu lýkur í 21 km og 10 km
20:35 - Skráningu lýkur í 5 km
21:00 - 10 km og 21 km ræstir á Engjavegi
21:20 - 5 km ræstir á Engjavegi
21:30 - Fyrstu 10 km hlauparar væntanlegir
21:35 - Fyrstu 5 km hlauparar væntanlegir
21:40 - Hlauparar fá frían aðgang í Laugardalslaug strax að hlaupi loknu, sýna þarf sundmiða við innganginn
22:00 - Fyrstu 21 km hlauparar væntanlegir
22:30 - Hægt verður að nálgast aldursflokkaverðlaun í Laugardalshöll
00:00 - Tímatöku lýkur
00:20 - Upplýsingaborð, töskugeymsla og verslun lokar í Laugardalshöll
00:30 - Síðasti séns að fara í sund í Laugardalslaug
01:00 - Allir þurfa að fara uppúr Laugardalslaug

Tímamörk eru í hálfmaraþoni, þrjár klukkustundir. Þau sem koma í mark eftir lengri tíma en 3 klst fá ekki skráðan tíma. Allir þátttakendur þurfa að klára sína vegalengd fyrir miðnætti.

Verðlaunaafhending fyrir fyrstu þrjú sæti í hverri vegalengd verður á marksvæðinu um leið og úrslit liggja fyrir. Hægt verður að fá aldursflokkaverðlaun afhent í Laugardalshöll eftir hlaup og til kl.00:20 eða á skrifstofu Íþróttabandalags Reykjavíkur eftir helgina. 

Hlauparar eru hvattir til að leggja við Laugardalsvöll því engin truflun verður á umferð um Reykjaveg. Einnig er hægt að leggja við Laugardalshöll og Skautahöll en þar verða lokanir að hluta til um kvöldið og því ekki alltaf hægt að keyra að og frá.

mhs

 

Um Reykjavíkurmaraþon

Reykjavíkurmaraþon var stofnað árið 1984.  Frá 2003 hefur Reykjavíkurmaraþon verið í umsjón Íþróttabandalags Reykjavíkur (ÍBR) sem eru samtök íþróttafélaganna í Reykjavík.  Á vegum Reykjavíkurmaraþons eru árlega haldin þrjú hlaup: Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka, Laugavegurinn - Ultra Maraþon og Miðnæturhlaup Suzuki. Reykjavíkurmaraþon fagnaði 30 ára afmæli árið 2013.