Heim flag

Hæðarkort

Samkvæmt nákvæmum landfræðilegum mælingum eru hæðarbreytingar á Laugaveginum töluverðar. Hlaupið hefst í Landmannalaugum sem eru um 600 metrar yfir sjávarmál. Hæsti punktur leiðarinnar, Hrafntinnusker, er í tæplega 1100 metra hæð. Endamarkið í Þórsmörk er síðan töluvert lægra eða í um 200 metra hæð yfir sjávarmáli. Meðfylgjandi mynd sýnir yfirlit yfir hæðarbreytingar ásamt stuttum upplýsingum um þjónustuna á leiðinni.

Þrátt fyrir að hækkun um 500 metra og lækkun um 900 metra hljómi ekki sem sérstaklega mikill bratti er um miklar hæðarbreytingar að ræða. Á leiðinni er farið mikið upp og niður og hafa margir farið flatt á því að fara of hratt í mestu hækkunina upp í Hrafntinnusker. Samkvæmt reyndum Laugavegshlaupurum sem hafa notað Garmin GPS tæki til mælinga er heildarhækkun u.þ.b. 1900 metrar og heildarlækkun um 2200 metrar.

Um Reykjavíkurmaraþon

Reykjavíkurmaraþon var stofnað árið 1984.  Frá 2003 hefur Reykjavíkurmaraþon verið í umsjón Íþróttabandalags Reykjavíkur (ÍBR) sem eru samtök íþróttafélaganna í Reykjavík.  Á vegum Reykjavíkurmaraþons eru árlega haldin þrjú hlaup: Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka, Laugavegurinn - Ultra Maraþon og Miðnæturhlaup Suzuki. Reykjavíkurmaraþon fagnaði 30 ára afmæli árið 2013.