Heim flag

Skráning góðgerðafélaga

Skráning góðgerðafélaga í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Íslandsbanka hefst þegar nær dregur hlaupi. Góðgerðafélög sem vilja taka þátt í áheitasöfnuninni geta skráð sig til þátttöku með því að senda póst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. . Félögin fá þá sendan um hæl samning sem þarf að fylla út og senda til baka með tölvupósti. Skráningu félaga vegna áheitasöfnunar í tengslum við Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka 2014 lýkur miðvikudaginn 6. ágúst 2014.

Góðgerðafélög sem hafa verið formlega stofnuð á Íslandi með stjórn og kennitölu geta skráð sig til þátttöku. Ekki er hægt að skrá félög sem nota kennitölur eða bankareikninga einstaklinga. Miðað er við að félög í áheitasöfnuninni séu af einhverju af eftirfarandi rekstrarformum: félagasamtök, sjálfseignarstofnun eða áhugamannafélag.

Um 5-10% af söfnuðu fé í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Íslandsbanka fer í kostnað við rekstur vefsins hlaupastyrkur.is, greiðslu færslugjalda o.fl. Þess ber þó að geta að bæði korta- og símafyrirtæki slá verulega af sínum gjöldum til að sem mest af söfnuðu fé geti runnið til góðgerðamála. Árið 2013 var kostnaður 6,89% en hann getur verið breytilegur milli ára.

Eftirfarandi er listi yfir gógerðafélög sem tóku þátt í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Íslandsbanka 2013.

ABC barnahjálp
ABC barnahjálp er íslenskt hjálparstarf sem stofnað var árið 1988. Starfið snýst um það að gefa fátækum börnum tækifæri til menntunar og hjálpa götubörnum til nýs lífs með því að veita þeim heimili og menntun. ABC barnahjálp starfar nú í 8 löndum Asíu og Afríku og styrkir um 11.000 börn til náms. ABC skólarnir veita nemendum frá 3ja ára aldir ókeypis menntun, skólagögn, skólabúning, læknishjálp og eina máltíð á dag.
Heimasíða félagsins er abc.is.

ADHD samtökin
Markmið ADHD samtakanna er að börn og fullorðnir með athyglisbrest, ofvirkni og skyldar raskanir mæti skilningi alls staðar í samfélaginu og fái tilskylda þjónustu. Samtökin starfa á grundvelli faglegs samstarfs við opinbera fagaðila og félagasamtök og telja um 1800 félagsmenn. Samtökin hafa einungis yfir einum starfsmanni að ráða. Samtökin halda m.a. námskeið fyrir kennara, foreldra barna og foreldra unglinga ásamt því að standa fyrir fræðslufyrirlestraröð. Skrifstofa samtakanna er opin frá kl. 13-16 alla virka daga. Samtökin standa fyrir útgáfu á bæklingum, bókum og öðru fræðsluefni. Í haust munu ADHD samtökin taka þátt í evrópskri vitundarviku, alþjóðlegri ráðstefnu og fleiru í tengslum við 25 ára afmæli samtakanna. Áætlað er að um 6.000 börn og 10.000 fullorðnir séu með ADHD á Íslandi. 
Heimasíða samtakanna er adhd.is.

AHC Samtökin
Tilgangur AHC samtakana er að koma á framfæri og fræða sem flesta um Alternating Hemiplegia of Childhood auk þess sem samtökin styrkja rannsóknir á AHC og standa þétt við bakið á AHC sjúklingum á Íslandi. AHC samtökin halda úti heimasíðunni www.ahc.is . AHC samtökin eru í samstarfi við hliðstæð erlend samtök auk þess að vera í samstarfi við alla helstu aðila sem koma að rannsóknum á AHC. Nánari upplýsingar má finna á www.ahc.is

Alnæmisbörn
Félagið Alnæmisbörn var stofnað 2004 til að styðja starf Candle Light Foundation í Kampala, Úganda. Candle Light Foundation eru frjáls félagasamtök, sem voru stofnuð árið 2001 af Erlu Halldórsdóttur. Tilgangurinn félagsins er að stuðla að bættum hag barna sem eiga undir högg að sækja vegna HIV/alnæmis. Starfsemi CLF er tvíþætt, annars vegar er þar starfræktur verkmenntaskóli sem er styrktur af Mennta- og íþróttamálaráðuneyti Úganda. Hinn liðurinn er að styrkja ungar stúlkur til skólagöngu í grunn- og framhaldsskóla. Í dag eru 16 stúlkur í námi með stuðningi frá Alnæmisbörnum. Þessa dagana stendur félagið fyrir söfnun svo hægt sé að byggja eigið húsnæði fyrir CLF. Nánari upplýsingar á hiv-born.is.

Astma- og ofnæmisfélag Íslands
Astma- og ofnæmisfélag Íslands var stofnað 1974 til að berjast fyrir hagsmunum þeirra sem eru með astma og ofnæmi. Skrifstofa félagsins er við Síðumúla 6, 108 Reykjavík (í húsi SÍBS) og sinnir starfsmaður félagsins erindum þar mánudögum kl. 9-15. Félagið talar máli sjúklinga með astma og ofnæmi við yfirvöld heilbrigðismála, kennslumála og við aðra áhrifahópa í þjóðfélaginu. Styrktarsjóður félagsins styrkir rannsóknir og starfsþjálfun heilbrigðisstarfsfólks á sviði astma og ofnæmis. Félagið á aðild að Samtökum íslenskra berkla- og brjóstholssjúklinga (SÍBS) og norrænum samtökum sjúklinga með astma og ofnæmi. Félagið er öllum opið og eru félagsgjöld fyrir árið 2012 kr. 2500, hálft gjald fyrir börn, ellilífeyrisþega og öryrkja. Heimasíða félagsins er ao.is

Ás styrktarfélag
Starfsemi Áss styrktarfélags er eins og segir í lögum þess: „Að gæta hagsmuna og reka þjónustu til stuðnings fólki með fötlun, sér í lagi greindarskerðingu og tengdar fatlanir“. (tilv.líkur) Einnig höldum við úti nokkrum verkefnum til frekari framvindu hagsmunamálum fólks með þroskahömlun. Má þar nefna Þekkingarsetur og Breyttan lífsstíl, sjá nánar á heimasíðu. 
Heimasíða félagsins er styrktarfelag.is.

Átak félag fólks með þroskahömlun
Átak var stofnað 20 september 1993. Átak var stofnað til þess að berjast fyrir réttindum fólks með þroskahömlun. Að tryggja lífsgæði og minnka fordóma i garð fólks með þroskahömlun.
Heimasíða félagsins er lesa.is.

Barnabros
Barnabros voru stofnuð af vinkonum með það í huga að safna framlögum frá einstaklingum og fyrirtækjum og kaupa gjafabréf á upplifun fyrir börn á Íslandi, sem þess þarfnast. Barnabros hafa nú starfað í 3 ár í haust. Starfið hefur vaxið og stækkað. Viðbrögð fólks við Barnabrosum hafa farið fram úr okkar björtustu væntingum og höfum við nú náð að gleðja ótal börn, þökk sé góðu fólki. Allt hófst þetta sem hugmynd hjá okkur vinkonunum; okkur langaði að reyna gera lífið örlítið bjartara hjá börnum sem þörfnuðust þess. Barnabros hafa ekki einvörðungu gefið börnum gjafabréf á upplifun eins og upphaflega stóð til; barnafatnaður, tómstundir, skólamáltíðir, skólaferðir og sumardvalir eru meðal þess sem okkur hafa borist beiðnir um, auk fleira. Barnabros leggja mikið uppúr samstarfi við fagaðila. Að Barnabrosum standa Andrea Margeirsdóttir félagsráðgjafi og Rannveig Sigfúsdóttir viðskiptafræðingur. Þær vinna starf sitt í sjálfboðavinnnu. Nánari upplýsingar á barnabros.is.

Barnaheill - Save the Children á Íslandi
Barnaheill – Save the children á Íslandi eru frjáls félagasamtök með aðild að Save the Children en að þeim standa 29 landsfélög sem starfa í 120 öðrum löndum. Barnaheill - Save the Children á Íslandi hafa frá stofnun árið 1989 lagt áherslu á starf innanlands. Samtökin hafa barnasáttmála S.þ. að leiðarljósi í öllu sínu starfi. Helstu áherslur á að standa vörð um réttindi barna, baráttu gegn ofbeldi á börnum, heilbrigðismál og að rödd barna heyrist betur í íslensku samfélagi. Helstu áherslur í erlendum verkefnum eru á grunnmenntun barna, vernd barna gegn ofbeldi og heilbrigðismál í gegnum neyðaraðstoð. Heimasíða samtakanna er barnaheill.is. Rekstur þeirra er fjármagnaður með frjálsum framlögum.

Barnahjálp Bólivíu
Barnahjálp Bólivíu er íslenskt mannúðarfélag stofnað af fyrrum sjálfboðaliðum, með það að markmiði að veita stuðning og aðstoð til stúlknaathvarfsins Madre de Dios í Cochabamba, Bólivíu. Stúlknaathvarfið er rekið af frjálsum framlögum og sinnir þörfum barna og unglingsstúlkna sem lent hafa í misnotkun, líkamlegu/og eða andlegu ofbeldi og lifa á götunni. Barnahjálp Bólivíu styrkir sérverkefni í athvarfinu eftir þörf barnanna hverju sinni.

Beinvernd
Beinvernd eru landssamtök áhugafólks um beinþynningu, jafnt leikra sem lærðra. Samtökin voru stofnuð 12. mars 1997 í Reykjavík. Starfsemin félagsins er fyrst og fremst fræðslu- og forvarnarstarf og stuðningur við fólk sem greinst hefur með beinþynningu og aðstendendur þeirra.
Markmið félagsins eru fjögur: 1. Að vekja athygli almennings og stjórnvalda á beinþynningu sem heilsufarsvandamáli. 2. Að standa að fræðslu meðal almennings og heilbrigðisstétta á þeirri þekkingu sem á hverjum tíma er fyrir hendi um beinþynningu og varnir gegn henni. 3. Að stuðla að auknum rannsóknum á eðli, orsökum og afleiðingum beinþynningar og forvörnum gegn henni. 4. Að eiga samskipti við erlend félaög á svipuðum grundvelli. Sjá nánar á beinvernd.is.

Blái naglinn
Blái naglinn er átak til vitundarvakningar um blöðruhálskrabbamein og jafnfrant fjáröflunarátak til styrktar rannsóknum, fræðslu og tækjakaupum.
Heimasíða félagsins er blainaglinn.is.

Blátt áfram, forvarnir gegn kynferðislegu ofbeldi á börnum
Blátt Áfram eru sjálfstæð félagasamtök og er tilgangur samtakanna að efla forvarnir gegn kynferðislegu ofbeldi á börnum á Íslandi. 17% barna verða fyrir kynferðislegu ofbeldi fyrir 18 ára aldur.Kynferðisleg ofbeldi á börnum þrífst best í afneitun og ótta. Það er fullorðið fólk sem ber ábyrgðina á að vernda börn gegn kynferðislegu ofbeldi. Með fræðslu til foreldra og starfsfólks sem starfar með börnum. Einnig bjóðum við uppá fræðslu fyrir börn. Brúðuleikhúsið Krakkarnir í hverfinu, og teiknimyndina leyndarmálið, síðan ræðum við um mörk og samskipti við unglinga í lífsleikni. Um 15% barna leita sér hjálpar eftir að þau fá fræðslu í skólum. 
Heimasíða félagsins er blattafram.is og facebook.is/blattafram.

Blindrafélagið
Blindrafélagið, samtök blindra og sjónskertra á Íslandi, er samfélagslegt afl- mannréttindasamtök sem berst fyrir því að blindir og sjónskertir einstaklingar geti lifað sjálfstæðu, innihaldsríku og ábyrgu lífi og að þeim sé tryggður jafn réttur og jöfn tækifæri til ábyrgrar, virkrar og viðurkenndrar þátttöku í öllum þáttum samfélagsins.
Heimasíða félagsins er blind.is

Blóðgjafafélag Íslands
Að fræða blóðgjafa, almenning og aðra um mikilvægi blóðs til lækninga. Sérstök áhersla er lögð á að ná til ungmenna í því sambandi. Með því að auka þekkingu ungs fólks og stuðla að jákvæðu viðhorfi unglinga til blóðgjafa, vonast félagsmenn Blóðgjafafélagsins til þess að á næstu áratugum verði tryggt það framboð af sjálfboðnu gjafablóði sem sjúkir og slasaðir á Íslandi þurfa á að halda.
Að styðja Blóðbankann í því að viðhalda hraustum hópi blóðgjafa sem eru reiðubúnir að gefa af sjálfum sér þegar á þarf að halda.
Að vera vettvangur blóðgjafa og gæta hagsmuna þeirra í samskiptum við heilbrigðisyfirvöld og Blóðbankann. 
Heimasíða félagsins er bgfi.is.

Breið bros
Tilgangur Breiðra brosa er að starfa að hinum ýmsu málefnum barna sem fæðast með skarð í vör og/eða góm eða önnur andlitslýti. Í því felst meðal annars: Stuðningur við foreldra barna með skarð, bæði nýorðna foreldra og hina eldri. Vinna að fræðslumálum. Vinna að hagsmuna- og réttindamálum barna með skarð. Nánari upplýsingar má finna á breidbros.is.

CCU Samtökin
CCU samtökin voru stofnuð í október 1995 og eru hagsmunasamtök fólks með Crohn’s (svæðisgarnabólgu) og Colitis Ulcerosa (sáraristilbólgu). Helstu markmið samtakanna er að styðja við þá sem greinast með sjúkdómana og stuðla að aukinni almennri fræðslu um þá. Samtökin eru opin öllum; sjúklingum, aðstandendum og öðrum áhugasömum. Frekari upplýsingar um samtökin og sjúkdómanna má finna á heimasíðu CCU; ccu.is.

CFC heilkennið – Rannsóknasjóður
Að safna fé til rannsókna á Cardio-Facio-Cutaneous (CFC) heilkenninu í þeim tilgangi að finna lækningu. Breki er 9 ára og var fyrsti og eini einstaklingur á Íslandi sem hefur greinst með þennan erfðasjúkdóm. CFC heilkennið er eitt af sjaldgæfustu heilkennum í heiminum, en aðeins um 300 einstaklingar hafa verið greindir með staðfest CFC heilkenni. Breki framleiðir of lítið af BRAF próteini sem veldur ákveðnum útlitseinkennum og alhliða þroskahömlunum, td. seinkun í hreyfi-, vitsmuna- og málþroska. Hann er á einhverfurófi og þarf mikla umönnun, sérkennslu og þjálfun. Með rannsóknum og þróun á lyfi er hægt að lækna sjúkdóminn. Sjá CFC International: http://www.cfcsyndrome.org/

CMT4A Styrktarsjóður Þórdísar
Tilgangur félagsins er að afla fjár til að styrkja rannsókir á CMT4A sjúkdómnum í þeim tilgangi að finna lækningu og jafnframt til að styrkja Þórdísi Elísabetu vegna ýmissa fjárútláta sem fylgja sjúkdómnum. Þórdís Elísabet er eini einstaklingurinn á Íslandi sem hefur greinst með CMT4A. Charcot-Marie-Tooth (CMT) er flokkur taugahrörnunarsjúkdóma með svipuð en misalvarleg einkenni sem orsakast af göllum í genum úttaugakerfisins. Þórdís Elísabet er 4 ára stúlka sem greindist nýlega með mjög sjaldgæfa og alvarlega undirtegund sem nefnist CMT4A og orsakast af galla í GDAP1 geninu. Sjúkdómurinn veldur stigvaxandi lömun í útlimum, en einnig getur hann valdi þindarlömun og raddbandalömun.

Downs Félagið
Félagið var stofnað formlega árið 1997 af foreldurm barna með Downs heilkenni. Tilgangur félagsins er að standa fyrir og stuðla að fræðslu fyrir foreldra og almenning um Downs heilkenni. Félagið veitir auk þess foreldrum og einstaklingum með Downs margþættan stuðning og leiðsögn. Boðið er upp á hátíðir og samverustundir þar sem félagsmenn geta komið saman deilt reynslu sinni, en umfram allt glaðst og skemmt sér saman.
Nánari upplýsingar um félagið má finna á downs.is.

Dravet-ofurhetjan, styrktarsjóður Ægis Rafns Þrastarsonar
Tilgangur félagsins er að afla fjár til að styrkja Ægir Rafn og aðstandendur hans vegna mikilla fjárútláta, sem leiða af hans sjúkdómi s.s. tækjakaupum, ferðakostnað, aðgerða, læknisþjónustu o.fl
Ægir Rafn er 14 mánaða og greindist með Dravet heilkenni 9 mánaða gamall, en fékk sitt fyrsta krampaflog 4 mánaða. Dravet heilkenni orsakast af genagalla vegna stökkbreytts gens.
Fylgikvillar heilkennisins er sjaldgæft og erfitt form af flogaveiki ásamt þroskahömlun.
Einstaklingar með Dravet heilkenni geta átt erfitt með tal og að læra að tala og nota oft tákn með tali sem tjánaingarform. Þroskalega séð geta einstaklingar verið mikið, miðlungs eða lítið þroskaskertir.

Drekaslóð
Drekaslóð er fræðslu- og þjónustumiðstöð fyrir þolendur alls kyns ofbeldis og aðstandendur þeirra. Miðstöðin er fyrir:
- konur og karla.
- fólk sem hefur lent í einelti í æsku eða á fullorðinsárum.
- fólk sem hefur verið beitt hverskonar kynferðislegu ofbeldi.
- alla sem hafa verið beittir hvers konar ofbeldi í parasamböndum.
- heyrnarskerta.
- fatlaða
- fjölskyldur, vini og ættingja þolenda ofbeldis.
- maka þolenda ofbeldis.
- fólk sem þurfti að þola vanrækslu í æsku.
- alla sem hafa þurft að líða vegna ofbeldis.
- þá sem vilja fræðslu um ofbeldi.
Heimasíða félagsins er drekaslod.is.

Dropinn, styrktarfélag barna með sykursýki
Dropinn, styrktarfélag barna með sykursýki hefur starfað síðan 1995. Höfuðmarkmið félagsins er að stuðla að velferð barna og unglinga með sykursýki og að miðla fræðslu og veita stuðning foreldrum barna með sykursýki.
Dropinn skipuleggur samkomur þar sem fjölskyldur barna með sykursýki hittast, miðla af reynslu sinni og sækja þannig stuðning hver hjá annarri.
Stærsta verkefni Dropans er að standa fyrir árlegum sumarbúðum, annarsvegar fyrir börn með sykursýki og hinsvegar fyrir unglinga með sykursýki. Allt starf félagsmanna í þágu Dropans er unnið í sjálfboðavinnu.
Heimasíða félagsins er dropinn.is.

Duchenne Samtökin á Íslandi
Duchenne Muscular dystrophy (DMD), er arfgengur vöðvarýrnunarsjúkdómur sem leiðir til vaxandi vöðvamáttleysi, hjarta og öndunarbilunar en drengir setjast alfarið í hjólastól 10-12 ára. Genagallinn er á X-litningi því fá drengir sjúkdóminn en mæður þeirra eru oftast arfberar. Í dag er engin lækning til við DMD. Samtökin eru með síðu á facebook: 
facebook.com/DuchenneCharityIceland.

Dyngjan Líknarfélag
Dyngjan er áfangaheimili fyrir konur á öllum aldri sem eru að koma úr áfengis og /eða vímuefnameðferð og hefur starfað síðan 1988. Það tekur tíma að breyta lífsstíl og koma á regluog stöðugleika, eftir neyslutengt líf sem hefur oft varað árum saman, reynslan sýnir að konursem fá ráðrúm til að staldra við í breyttu umhverfi, þar sem þær fá stuðning við að breyta og fara að reglum sem byggja upp sjálfsvirðingu og sjálfstjórn, hafa ólíkt meiri möguleika á að halda áfram alsgáðu lífi sínu.

Dýrahjálp Íslands
Dýrahjálp Íslands leitast við að sjá dýrum sem þarfnast heimilis fyrir skjóli og stefnir að því að stofna til þess dýraathvarf og að vinna almenning í landinu til fylgis og stuðnings við dýravernd. Þangað til hægt verði að stofna til slíks athvarfs mun félagið, með aðstoð sjálfboðaliða félagsins, leitast við að finna þeim dýrum sem annars væri lógað ný heimili, hvort sem það er fósturheimili til skamms tíma þar til framtíðarheimili finnst eða beint á varanlegt heimili.
Heimasíða félagsins er dyrahjalp.is

Einhverfusamtökin
Einhverfusamtökin (áður Umsjónarfélag einhverfra) voru stofnuð 1977. Í félaginu er fólk með einhverfurófsraskanir, foreldrar, fagfólk og aðrir sem áhuga hafa á að beita sér fyrir bættri þjónustu við fólk með einhverfurófsraskanir. Félagsmenn eru nú um 770. Félagið hefur lagt ríka áherslu á fræðslu- og kynningarstarfsemi og er  vettvangur fyrir gagnkvæman stuðning aðstandenda einhverfra, enda er mjög mikilvægt að hittast, bera saman bækur sínar og veita hvert öðru stuðning. Starfandi er stuðningshópur fyrir fullorðið folk á einhverfurófi og einnig frístundahópur fyrir unglinga. Félagið heldur einnig sumarnámskeið fyrir unglinga og gefur út fræðsluefni.  Heimasíða félagsins er einhverfa.is.

Einstök börn
Einstök börn er stuðningsfélag barna með sjaldgæfa, alvarlega sjúkdóma.
Félagið var stofnað þann 13. mars 1997 af foreldrum 13 barna, sem áttu ekki heima í neinum öðrum starfandi félagasamtökum.
Í dag eru yfir 200 fjölskyldur í félaginu, og sumar fjölskyldur eru með fleiri en eitt langveikt barn. 
Það eru yfir 80 ólíkir sjúkdómar á skrá í félaginu, sem eiga það sameiginlegt að vera langvinnir og hafa varanleg áhrif á lífslíkur barnanna, og lífsgæði barnanna og fjölskyldna þeirra. Í erfiðustu tilfellunum er það vitað með vissu að börnin munu ekki lifa fram á fullorðinsár.
Í félaginu eru einnig börn sem ekki hafa fengið neina staðfesta sjúkdómsgreiningu.
Heimasíða félagsins er einstokborn.is.

FAAS – félag áhugafólks og aðstandenda Alzheimerssjúklinga og annarra skyldra sjúkdóma
FAAS – félag áhugafólks og aðstandenda Alzheimerssjúklinga og annarra skyldra sjúkdóma eru samtök sem starfa um allt land. Markmið félagsins er m.a. að gæta hagsmuna skjólstæðinga sinna, efla samvinnu og samheldni aðstandenda m.a. með fræðslufundum og útgáfustarfsemi og auka skilning stjórnvalda, heilbrigðisstétta og almennings á þeim vandamálum sem þessir einstaklingar og aðstandendur þeirra eiga við að etja. Í nafni félagsins er haldið út fræðslu um heilabilun og umönnun folks með sjúkdómana og ráðgjöf til fjölskyldna hinna sjúku.
Heimasíða félagsins er alzheimer.is.

Ferðasjóður Guggu
Tilgangur félagsins er að safna fjármunum til að styðja Guðrúnu Jónu Jónsdóttur (kt. 070678-4979) til ferðalaga, tengdra útgjalda eða annarra verkefna til stuðnings Guðrúnu Jónu Jónsdóttur. Félagið mun reka bankareikning og safna fjármuna til að kosta ferðalög og aðstoðarmanna hennar og óska stuðnings einstaklinga og fyrirtækja til að fjármagna þessar ferðir. Einnig er hugsanlegt að félagið greiði launakostnað stuðningsmanna vegna þessara ferðalaga samkvæmt útgefnum reikningi.
Nánari upplýsingar má finna á Facebook síðu félagsins.

Félag CP á Íslandi
Félaginu er ætlað að vera vettvangur aðstandenda, einstaklinga með CP, fagaðila og annars áhugafólks um velferð hreyfihamlaðra einstaklinga. Markmið félags CP á Íslandi eru að: 
Sjá um fræðslu og kynningu á CP.
Safna upplýsingum um CP og miðla þeim.
Auka faglega umfjöllun um málefni er viðkoma CP.
Efla tengsl fatlaðra, aðstandenda, fagaðila og annarra áhugasamra um CP. 
Stuðla að því að félagsmenn veiti hver öðrum aðstoð og stuðning eftir því sem við á.
Standa í hvívetna vörð um hagsmuni einstaklinga með CP.
Heimasíða félagsins er cp.is.

Félag einstæðra foreldra
Félag einstæðra foreldra hefur síðan 1949 þjónustað einstæða foreldra á Íslandi. Félagið veitir bæði félags- og lögfræðiráðgjöf ásamt því að vinna að bættum kjörum hagsmunahópsins. Nánari upplýsingar á fef.is.

Félag lifrarsjúkra
Félag lifrarsjúkra var stofnað í febrúar árið 2012. Markmið félagsins er að styðja alla þá sem veikjast af langvinnum lifrarsjúkdómum og aðstandendur þeirra. Félagið gætir hagsmuna lifrarsjúkra og vinnur að því að fræða almenning og sjúklinga um lifrarsjúkdóma, meðferð þeirra og félagsleg vandamál sem þeim fylgja. Félagið hefur haldið fræðslufundi, verið með opið hús og sett upp heimasíðu þar sem frekari upplýsingar er að finna. Nánari upplýsingar á lifrin.is.

Félag Nýrnasjúkra
Markmið Félags nýrnasjúkra er að styðja alla nýrnasjúka og aðstandendur þeirra. Félag nýrnasjúkra vinnur að því að allir nýrnaveikir fái bestu meðferð sem er í boði hverju sinni. Hjá félaginu fást upplýsingar um sjúkdóma í nýrum og meðferð við þeim. Fréttabréf er gefið út. Haldnir eru fræðslu- og skemmtifundir. Tengslahópur nýrnasjúkra og aðstandenda þeirra veitir þeim sem veikjast og aðstandendum þeirra stuðning í því áfalli sem það er að missa heilsuna.
Nánari upplýsingar má finna á nyra.is

Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi
Markmið félagsins er að þorri þjóðarinnar styðji með beinum hætti alþjóðlegt þróunarstarf og að almenningur þekki til starfsemi Sameinuðu þjóðanna. Að áhrifavöld í þjóðfélaginu hafi þekkingu á og starfi með Félagi Sameinuðu þjóðanna. Að Ísland taki stöðu með þeim alþjóðalögum sem styðja við hugsjónir og markmið SÞ. Að Félag Sameinuðu þjóðanna sé áhrifamikill vettvangur fyrir öfluga upplýsingagjöf um SÞ.
Heimasíða félagsins er un.is

Fjóla, félag fólks með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu
Fjóla sinnir hagsmunabaráttu sinna félagsmenna sem eru með bæði skerta sjón og heyrn.
Samþætt sjón- og heyrnarskerðing veldur því að fólk, sem hana hefur, á í erfiðleikum með að eiga samskipti, afla sér upplýsinga og komast frjálst um í umhverfinu. Hjálpartæki, rétt veitt aðstoð og viðeigandi túlkun er því lykilþættir í lífi einstaklinga. Sérsníða þarf allar lausnir út frá þörfum hvers og eins. Áheitafé sem safnast í ár verður nýtt til að styrkja tækjakaupasjóð félagsins. Sjóðurinn úthlutar fé til kaupa á nauðsynlegum hjálpartækjum eða tæknibúnaði sem opinberir aðilar greiða ekki.

Foreldrafélag Gidole
Foreldrafélag Gidole var stofnað af fólki, sem styrkir fátæk börn, sem sum eru munaðarlaus til náms og betra lífs í litlu þorpi, sem heitir Gidole og er uppi í fjöllum í Suður-Eþíópíu. Þar er búið að byggja skólabyggingu, sem Yirga Mekonnen, íslenskur Eþíópíubúi stóð fyrir. Þeir, sem styrkja skólagöngu, skólabúninga og máltíðir í skólanum. En af því að mörg barnanna búa í mjög lélegu húsnæði og stundum hættulegu er félagið að fara af stað með söfnun til að reisa svefnskála fyrir börnin á skólalóðinni. Heimasíða félagsins er parentsgidole.com.

FSMA á Íslandi
FSMA á Íslandi er félag aðstandenda og einstaklinga sem haldnir eru SMA sjúkdómnum (Spinal Muscular Atrophy) á Íslandi. Hlutverk félagsins er að gæta hagsmuna þeirra sem einstalinga sem haldnir eru SMA, sem og aðstandenda þeirra. Tilgangur félagsins er einnig að stuðla að því að lækning finnist sem fyrst við sjúkdómnum. Tilgangur félagsins er einnig miðlun upplýsinga tengdum sjúkdómnum, jafnt til þeirra sem tengjast sjúkdómnum beint sem og til almennings.
Heimasíða félagsins er fsma.is en hún er í smíðum.

Geðhjálp
Geðhjálp eru hagsmunasamtök sem er ætlað að gæta hagsmuna þeirra sem þurfa eða hafa þurft aðstoð vegna geðrænna vandamála og aðstandenda þeirra. Geðhjálp rekur félagmiðstöð sem er ætlað að aðstoða við að styðja og styrkja einstaklinga í trú á eigin getu og hæfileika. Þar er hægt að kaupa mat í hádeginu. Þá er í boði ráðgjöf sem miðar að stuðningi og frumgreiningu vanda, ásamt fræðslu. Einnig er hægt að koma kvörtunum vegna geðheilbrigðisþjónustu á framfæri við ráðgjafa. Í húsnæði félagsins eru starfrækir sjálfshjálparhópar þar sem einstaklingar geta fundið stuðning annarra í sömu sporum. Heimasíða félagsins er gedhjalp.is

Gigtarfélag Íslands
Tilgangur Gigtarfélags Íslands er „að bæta lífsgæði fólks með gigtarsjúkdóma“ . Hlutverkið er að upplýsa, fræða og styðja gigtarfólk í hvívetna. Gigtarfélagið rekur Gigtarmiðstöð í Reykjavík og er hún miðstöð starfseminnar. Deildir félagsins starfa í öllum landsfjórðungum. Starfið miðast við félagsstarf og forvarnir í víðum skilningi. Á Gigtarmiðstöðinni má finna viðhaldsendurhæfingu (sjúkra- og iðjuþjálfun), skipulagða leikfimi, fræðslu og ráðgjöf fyrir fólk með gigt og aðstandendur þeirra. Leiðbeining og ráðgjöf er vaxandi þáttur í starfseminni. Félagið styður við rannsóknir á gigt, hafði frumkvæði að stofnun gigtarrannsóknarstofu við Landpítala. Félagar í GÍ eru ríflega 5.100. Nánari upplýsingar má finna á gigt.is.

Gjafasjóður BUGL (Barna- og unglingageðdeildar LSH)
Gjafasjóður BUGL styður við börn og fjölskyldur þeirra sem þurfa að nýta sér þjónustu Barna- og unglingageðdeildar LSH, m.a. með því að bæta aðbúnað á deildinni og kaupa leikföng fyrir börnin svo dvölin verði þeim léttari. Nánari upplýsingar á landspitali.is/bugl.

Göngum saman
Styrktarfélagið Göngum saman hefur það að markmiði að styrkja grunnrannsóknir á brjóstakrabbameini. Göngum saman leggur áherslu á mikilvægi hreyfingar bæði til heilsueflingar og til að afla fjár í styrktarsjóð félagsins. Vikulegar göngur félagsins eru opnar öllum áhugasömum. 
Nánari upplýsingar má finna á gongumsaman.is.

Heilavernd
Heilavernd er stofnað árið 1986 af aðstandendum fólks með arfgenga heilablæðingu. Félagið safnar fé til að styrkja rannsóknir á arfgengu heilablæðingunni, en hér er um sér íslenskan erfðasjúkdóm að ræða, sem veldur áföllum er leiða til lömunar og ótímabærs dauða þeirra einstaklinga sem bera hið gallaða gen. Sjúkdómurinn er ríkjandi og enn hefur engin lækning fundist, þrátt fyrir töulverðar rannsóknir á þeim árum sem liðin eru, frá því að aðferð fannst til þess að finna þá einstaklinga sem bera gallaða genið. Heilavernd hefur styrkt marga aðila sem komið hafa að þessum rannsóknum, bæði íslenska rannsóknaraðila og erlenda, sem sýnt hafa þessum rannsóknum áhuga. Heilavernd hefur safnað fé í gegnum tíðina með sölu á minningarkortum, ásamt jólakortum og fleiru, en einnig hefur verið eitthvað um frjáls framlög að ræða. JC hreyfinginn stóð jafnframt fyrir söfnun á Bylgjunni í febrúar 1987, sem varð til þess að hægt var að kaupa Blóðskilvindu fyrir Blóðbankann, en hana þurfti m.a. til þess að geta unnið að greiningu á þeim einstaklingum sem bera gallaða genið.

Hetjurnar, félag langveikra barna á Norðurlandi
Að gefa fjölskyldum tækifæri til að hittast og eiga góðar stundir saman. Nánari upplýsingar má finna á hetjurnar.is.

Heyrnarhjálp
a. Heyrnarhjálp best fyrir því að heyrnarskertir fái fullan aðgang að íslensku samfélagi og njóti fullra réttinda sem aðrir hafa. 
b. Heyrnarhjálp vill að rittúlkun verði viðurkennd sem aðgengisleið heyrnarskertra. Rittúlkun á öllu sjónvarpsefni er okkar krafa.
c. Heyrnarhjálp berst fyrir að niðurgreiðslur verði auknar á hjálpartækum s.s. heyrnartækjum svo það sé á færi allra að fá sér nauðsynleg tæki.
d. Heyrnarhjálp berst fyrir að skólakerfi á Íslandi tryggi öllum með heyrnarfötlun, sérhæfða íslenskukennslu sem stuðli að góðu læsi og ritmáli.
Heimasíða félagsins er: heyrnarhjalp.is

Hjartadeild Landspítalans
Hjartadeild Landspítalans er eina sérhæfða hjartadeild landsins með 33 rúm. Á hverju ári leggjast inn tæplega tvö þúsund sjúklingar með margvísleg vandamál frá hjarta. Við kappkostum að veita örugga og faglega þjónustu fyrir okkar sjúklinga sem margir hverjir glíma við afar erfið og flókin veikindi. Markmið með áheitasöfnun fyrir hjartadeildina er að bæta sérhæfðan búnað fyrir alvarlega veika hjartasjúklinga. Nánari upplýsingar á landspitali.is.

Hjartaheill
Landssamtök hjartasjúklinga voru stofnuð 8. október 1983. Stofnfélagar voru 230 einstaklingar, flestir hjartasjúklingar, vandamenn þeirra og velunnarar, en einnig voru þar læknar og hjúkrunarfólk. Árið 2012 var nafni samtakanna breytt í Hjartaheill. Allt frá stofnun hafa samtökin beitt sér fyrir fræðslu og forvörnum varðandi hjartasjúkdóma, veitt aðstoð og ráðgjöf og staðið fyrir margvíslegum umbótum í þágu hjartasjúklinga.
Hlutverk Hjartaheilla er:
- að sameina hjartasjúklinga, aðstandendur þeirra og áhugafólk um heilbrigt hjarta
- að stuðla að betri heilsu og bættum lífsgæðum í íslensku samfélagi með áherslu á framfarir í forvörnum, fræðslu og meðferð hjartasjúkdóma
- að standa vörð um hagsmuni og réttindi hjartasjúklinga
- að starfa faglega og af heilum hug
- að framfylgja markmiðum samtakanna
Heimasíða félagsins er hjartaheill.is.

Hjartanet
Tilgangur félagsins er að vera styrktarfélag fyrir vefsíðuna hjartalif.is.
Hjartalif.is er upplýsingavefur um hjartasjúkdóma og hjartatengd málefni. Meginmarkmið okkar er að auðvelda almenningi, hjartasjúklingnum, mökum og aðstandendum þeirra aðgang að hjartatengdu efni.
Um 40% þeirra sem látast á Íslandi látast úr hjarta og æðasjúkdómum eða tæplega 700 manns á ári hverju. Á síðustu áratugum hefur orðið bylting í meðferð þessara sjúkdóma og sem betur fer eru alltaf fleiri og fleiri sem lifa af, lifa síðan með sjúkdómnum og eiga gott hjartalíf í áratugi.
Við viljum vera til staðar fyrir þetta fólk og alla þá sem láta sig málefni hjartans varða.
Nánari upplýsingar á hjartalif.is.

Hjartavernd
Hjartavernd sem var stofnuð 1964 er rekin án hagnaðarvonar. Markmið Hjartaverndar er að finna áhættuþætti ýmissa langvinnra sjúkdóma á borð við hjarta- og æðasjúkdóma og heilabilunar og efla forvarnir, ungra sem aldna. Rannsóknarstöð Hjartaverndar hóf starfsemi sína 1967 með viðtækri faraldsfræðilegri rannsókn, Hóprannsókn Hjartaverndar þar sem áhersla var lögð á að finna áhættuþætti hjarta- og æðasjúkdóma. Hjarta- og æðasjúkdómar voru og eru enn algengasta dánarorsök karla og kvenna á Íslandi. Hjartavernd hefur frá upphafi lagt áherslu á að koma niðurstöðum rannsókna sinna til almennings og heilbrigðisstarfsfólks og hefur staðið fyrir öflugu fræðslustarfi með útgáfu fræðslubæklinga um helstu áhættuþætti sem eru alltaf ókeypis.
Heimasíða félagsins er hjarta.is.

Hjálparstarf kirkjunnar
Hjálparstarf kirkjunnar styður framfaraverkefni á Indlandi, Eþíópíu, Úganda og Malaví. Verkefnin snúa að mannréttindum, bættri stöðu barna og kvenna, betra aðgengi að hreinu vatni og baráttu gegn HIV/alnæmi og öðrum skæðum sjúkdómum. Hjálparstarf kirkjunnar er aðili að einum stærstu mannúðarsamtökum heims ACT Alliance og sinnir í samstarfi við þau neyðarhjálp um allan heim. Hjálparstarf kirkjunnar sinnir umfangsmikilli aðstoð í öllum landshlutum hér heima – auk fræðslustarfs.
Heimasíða félagsins er help.is.

Hjálparsveit skáta í Kópavogi
Starfsemi félagsins er:
- að stunda almenna björgunar-, leitar og hjálparstarfsemi, þegar verðmæti eða mannslíf eru í hættu
- að halda uppi þjálfun með námskeiðum og æfingum fyrir félaga sína, svo þeir verði jafnan færir um að rækja markmið sveitarinnar
- að afla þess búnaðar sem nauðsynlegur er til starfsins.
Heimasíða félagsins er hssk.is.

Hjólastólahandknattleiksráð handknattleiksdeildar HK
Þann 21. október 2010 gerðist sá merki atburður að hjólastólahandboltaráð HK var stofnað innan handknattleiksdeildar HK. Ekki er víst að allir geri sér grein fyrir mikilvægi þessa atburðar en til útskýringar má benda á að hingað til hafa fatlaðir starfað að mestu undir merkjum íþróttafélags fatlaðra eða þá fengið fyrir náð og miskunn aðstöðu fyrir áhugamál sín undir verndarvæng einhverra félaga. Stofnun sérstaks hjólastólahandknattleikráðs gerir það að verkum að þeir sem í hjólastól sitja en hafa jafnframt áhuga á iðka sína íþrótt hafa nú sömu stöðu innan HK og aðrir sem íþróttir stunda undir merkjum HK. Þetta er því stórt skref í samþættingu þeirri og valdeflingu sem lengi hefur verið unnin að í skólum landsins og því sannanlega kominn tími á slíkt í íþróttahreyfingunni. Nánari upplýsingar á hk.is.

Hollvinasamtök Sjúkrahússins á Seyðisfirði
Að standa vörð um stofnunina (Sjúkrahús HSA Seyðisfirði) og starfsemi hennar.Stuðla að kynningu út á við. Að veita HSSS fjárhags og siðferðilegan stuðning í ýmsum framfarar og hagsmunamálum s.s. nýjungar á sviði heilbrigðismála  er varða stofnunina og nauðsynleg tækjakaup sem samtökin hafa stutt vel við  Framundan er fjársöfnun í því skyni hjá félagsmönnum og velunnurum.

Hollvinir Grensásdeildar
Tilgangur samtakanna er að styðja við, efla og styrkja endurhæfingarstarfsemi þá, sem fram fer á Grensásdeild Landspítala Háskólasjúkrahúss eða í tengslum við þá starfsemi. Skal það gert með öflun fjár til þeirrar starfsemi og eins með því að vekja athygli á og hvetja til styrktar starfseminnar á opinberum vettvangi.
Heimasíða félagsins er grensas.is.

Hringurinn
Hringurinn hefur að markmiði að vinnna að líknar- og mannúðarmálum sérstaklega í þágu barna. Hringurin er kvenfélag og safnað er í sjóð, Barnaspítalasjóð Hringsins. Úr sjóðnum eru veittir styrkir og Barnaspítali Hringsins er þar efstur á blaði. BUGL (Barna- og unglingageðdeild) er hjartansmál Hringskvenna og heyrir undir Barnaspítalann. Veittir eru styrkir til fleirri mála má t.d. nefna Sjónarhól -fyrir sérstök börn til betra lífs.
Heimasíða félagsins er hringurinn.is.

Hugarafl
Hugarafl er samtök fólks sem glímt hefur við geðraskanir. Unnið er ásamt fagaðilum og notendum á jafningjagrundvelli samkvæmt hugmyndafræði sem kallast valdefling. Markmið Hugarafls er að hafa áhrif á geðheilbrigðisþjónustuna og miðla þekkingu sem gagnast hefur fólki til að ná bata. Hugarafl leggur áherslu á að vera sýnilegt í samfélaginu til að vinna á fordómum gegn fólki með geðraskanir. Hugarafl er virknistöð þar sem fólk kemur saman, nýtir þjónustu sem í boði er í formi einstaklingsvinnu, námskeiða, hópfunda, tómstunda, hreyfingar o.fl. Við vinnum saman að bata með því að deila lífsreynslu okkar af geðröskunum. Hugarafl stendur fyrir málþingum og ráðstefnum og tekur þátt í kennslu lækna- og iðjuþjálfanema.
Nánari upplýsingar má finna á hugarafl.is.

Hugarfar
Hugarfar er félag fólks með áunninn heilaskaða, aðstandenda og áhugafólks um málefnið. Slys og ofbeldisverk eru algengasta orsök heilaskaða, svo og ýmsir sjúkdómar. Afleiðingar geta verið lömun eða málerfiðleikar. Oft eru einkennin dulin, ekki sýnileg öðrum, t.d. einbeitingarskortur, innsæisleysi, úthaldsleysi, framtaksleysi og  minnisskerðing. Skyndilega ræður fólk ekki við fyrri verkefni s.s. vinnuna sína og daglegt líf. Aðalmarkmið Hugarfars er að miðla upplýsingum varðandi áunninn heilaskaða og stuðla að því að fólk með heilaskaða njóti viðeigandi þjónustu. Hugarfar á í nánu samstarfi við Fagráð um heilaskaða,  er aðili að Öryrkjabandalagi Íslands og Evrópusambandi fólks með heilaskaða, BIF.
Heimasíða Hugarfars er hugarfar.is.

Hvítabandið
Átröskunarteymið er þverfaglegt teymi sem heyrir undir geðsvið Landspítala Háskólasjúkrahúss og hefur starfað frá árinu 2006. Teymið sinnir greiningu og meðferð við átröskunum og öðrum meðkvillum og starfar bæði á dag- og göngudeild. Teymið bíður upp á fræðslu og stuðning við aðstandendur og það sinnir ráðgjöf og fræðslu til fagfólks innan og utan spítalans. Átraskanir eru geðsjúkdómur sem einkennast af alvarlegum truflunum á matarvenjum og hafa áhrif á hugsun, hegðun og líðan sjúklings. Mikilvægt er að grípa snemma inn í sjúkdómsganginn með ráðgjöf, stuðningi eða sérhæfðri meðferð til að hindra að sjúkdómurinn þróist á alvarlegt stig. Nánari upplýsingar á landspitali.is/Pages/14285

Indlandsbörn
Indlandsbörn hefur það að markmiði að styrkja fátæk börn á Indlandi til náms. Félagið er í nánu samstarfi við Solstraaler (www.solstraaler.no) í Noregi sem rekur barnaheimili og skóla í þorpinu Puttaparthi á Indlandi. Markmið félagsins er að styrkja börn til grunnnáms og framhaldsnáms eftir áhuga og hæfni þannig að þau fái vinnu og geti bjargað sér sjálf. Starfið er í anda barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og tengist ekki trúarbrögðum. Allt gjafafé rennur óskert til hjálparstarfsins, ekkert fer í rekstur.

Íslensk ættleiðing
Íslensk ættleiðing hugsar um hagsmuni barna sem búa á munaðarleysingjaheimilum erlendis og eiga ekki fjölskyldu. Jafnframt hjálpar félagið Íslendingum sem þrá að verða foreldrar að verða fjölskylda þessara barna með því að ættleiða þau samkvæmt vel skipulögðum alþjóðlegum reglum. Meginmarkmið islenskrar ættleiðingar eru: - Að aðstoða þá sem vilja ættleiða börn af erlendum uppruna og ávallt þannig að hagsmunir barnsins sitji í fyrirrúmi. - Að stuðla að velferð kjörfjölskyldna. - Að vinna að velferðarmálum barna erlendis. Hægt er að skoða heimasíðu félagins á slóðinni isadopt.is

Íþróttafélag fatlaðra í Reykjavík
Íþróttafélag fatlaðra í Reykjavík var stofnað 30. maí 1974. Félagið var það fyrsta sinnar tegundar á Íslandi. Markmið félagsins er að gera fötluðu fólki kleift að stunda íþróttir til æfingar og keppni. Félagið var einn af stofnaðilum Íþróttasambands fatlaðra árið 1979 og er stærsta aðildarfélag þess. Árið 1990 tók félagið í notkun eigið íþróttahús að Hátúni 14 og fer meginhluti starfseminnar fram þar.
Heimasíða félagsins er ifr.is.

Íþróttafélagið Fjörður, íþróttafélag fatlaðra í Hafnafirði
Íþróttafélagið Fjörður í Hafnarfirði var stofnað árið 1992 til að gera fötluðum einstaklingum í Hafnarfirði og nágrannasveitafélögum kleift að æfa og keppa í íþróttum. Í dag iðkar íþróttafólk félagsins boccia og sund þar sem þau hafa náð góðum árangri bæði hérlendis og erlendis. Auk þess að styrkja líkamann og efla andann er íþróttafélagið frábær vetvangur til félagslegra samskipta.
Heimasíða félagsins er fjordur.com.

Íþróttafélagið Suðri, Íþróttafélag fatlaðra á Suðurlandi
Ágrip úr sögu Suðra
Svæðisstjórn Suðurlands um málefni fatlaðra hafði frumkvæði að því að stofna Íþróttafélag fatlaðra á Suðurlandi, undirbjó málið og boðaði til fundar 22. febrúar 1986.
Síðustu ár hefur verið boðið upp á æfingar í boccia, sundi, knattspyrnu, frjálsum íþróttum og golfi. Engin aldurstakmörk eru í félaginu og undanfarið hafa verið að koma inn yngri iðkendur sem er fagnaðarefni.
Í gegnum tíðina hefur Suðri eignast marga Íslandsmeistara í boccia, sundi og frjálsum íþróttum auk þess sem Katrín Gróa Sigurðardóttir setti 4 heimsmet í sundi árið 1992.
Margir félagar í Suðra hafa fengið tækifæri til að fara á Special Olympics og Norrænu barna-og unglingamótin en það eru mót sem ekki krefjast sérstakra lágmarka og eru hugsuð til að gefa öllum tækifæri til að æfa og keppa við jafningja auk þess að efla sjálfstæði og sjálfstraust. Nánari upplýsingar á sudri.is.

Íþróttafélagið Ösp fyrir þroskahamlaða og fatlaðra
Íþróttafélagið Ösp var stofnað 18. Maí, 1980 af foreldra- og kennarafélagi Öskjuhlíðarskóla, með stuðningi frá Íþróttasambandi Fatlaðra.
Markmið Íþróttafélagsins Aspar er að standa fyrir íþróttaæfingum hjá félögunum, með sem fjölbreyttustum hætti en fjöldi þátttakenda á æfingum er um 170 manns. Íþróttafélagið Ösp er opið öllum þroskaskertum, fötluðum og fjölfötluðum einstaklingum en núna æfðar eru hjá félaginu : SUND, LISTHLAUP Á SKAUTUM, KEILA, FRJÁLSAR ÍÞRÓTTIR, BOCCIA, FÓTBOLTI, HANDBOLTI og LYFTINGAR.
Allir eru velkomnir á æfingar, til að kynnast því, sem þar fer fram og hvetjum við alla til að mæta og sjá hvort ekki sé eitthvað við þeirra hæfi. Nánari upplýsingar á ospin.is.

JCI Ísland
JCI stendur fyrir Junior Chamber International. JCI er alþjóðleg hreyfing fyrir ungt fólk á aldrinum 18 til 40 ára sem hefur áhuga og metnað til þess að efla hæfileika sína og hafa jákvæð áhrif í kringum sig. Að þessu sinni mun JCI hlaupa til styrktar Geðhjálp og munu allir peningar sem safnast renna beint til þeirra. Nánari upplýsingar á jci.is.

Kattholt
Kattavinafélag Íslands rekur Kattholt, sem er athvarf fyrir heimilislausa ketti.
Tilgangur félagsins er að vinna að betri meðferð katta, standa vörð um það að allir kettir njóti þeirrar lögverndar sem gildandi dýraverndurlög mæla fyrir um og stuðla að því að allir kettir eigi sér húsaskjól, mat og gott atlæti.
Ár hvert koma hundruðir katta í Kattholt og fá þeir þar fæði, atlæti og húsaskjól á meðan reynt er að koma þeim aftur til síns heima eða finna þeim nýtt heimili. Heimasíða Kattholts er kattholt.is.

Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis
Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis er áhugamannafélag og tilgangur þess er að styðja í hvívetra baráttu gegn krabbameini. Aðaláherslan í starfsemi félagsins er  að veita alhliða stuðning við fólk sem greinist með krabbamein og fjölskyldur þeirra, bæði maka og börn, vini og vinnufélaga. Auk þess að veita persónulega ráðgjöf, hefur félagið staðið fyrir námskeiðum sem yfir 250 einstaklingar hafa sótt á undanförnum árum. Einnig hefur félagið aðstoðað fólk við að greiða fyrir afnot af íbúðum Krabbameinsfélags Íslands í Reykjavík.
Heimasíða félagsins er krabb.is/thjonusta/svaedafelog/krabbameinsfelag-akureyrar.

Krabbameinsfélag Austfjarða
Krabbameinsfélag Austfjarða var stofnað í apríl 1970 og er eitt af aðildarfélögum Krabbameinsfélags Íslands. Félagið rekur þjónustumiðstöð að Búðareyri 15 á Reyðarfirði og er hún opin frá kl. 11-13 á þriðjudögum og fimmtudögðum. Þar veitir Steinunn Sigurðardóttir ráðgjöf og þjónustu við krabbameinssjúka og aðstandendur. Sími þjónustumiðstöðvar er 474-1530/gsm 861-2316. Krabbameinsfélag Austfjarða, í samvinnu við krabbameinsfélag Austurlands, sér um hvíldarhelgi fyrir krabbameinsgreinda og aðstandendur þeirra í Kirkjumiðstöð Austurlands á Eiðum síðustu helgina í ágúst ár hvert. Félagið styrkir einnig einstaklinga með því að standa straum af leigu á húsnæði sem er í boði meðan á krabbameinsmeðferð stendur. Heimasíða félagsins er krabb.is/Thjonusta/Svaedafelog/krabbameinsfelag-austfjarda.

Krabbameinsfélag Austurlands
Krabbameinsfélag Austurlands  er eitt af aðildarfélögum Krabbameinsfélags Íslands.  Félagið rekur þjónustumiðstöð að Búðareyri 15 á Reyðarfirði í samvinnu við Krabbameinsfélag Austfjarða og er hún opin frá kl. 11-13 á þriðjudögum og fimmtudögðum.  Þar veitir  Steinunn Sigurðardóttir ráðgjöf og þjónustu við krabbameinssjúka og aðstandendur.  Sími þjónustumiðstöðvar er 474-1530/gsm 861-2316.  Krabbameinsfélag Austurlands kemur að hvíldarhelgi fyrir krabbameinsgreinda og aðstandendur þeirra í Kirkjumiðstöð Austurlands á Eiðum síðustu helgina í ágúst ár hvert.  Félagið styrkir einnig einstaklinga með því að standa straum af leigu á húsnæði sem er í boði meðan á krabbameinsmeðferð stendur. Heimasíða félagsins.

Krabbameinsfélag Hafnarfjarðar
Félagið er aðili að Krabbameinsfélagi Íslands. Tilgangur félagsins er að styðja í hvívetna baráttuna gegn krabbameini með því að: fræða almenning um krabbamein og krabbameinsvarnir; stuðla að aukinni menntun heilbrigðisstétta í greiningu og meðferð krabbameins; stuðla að krabbameinsrannsóknum hér á landi; útvega eða kaupa fullkomnustu lækningatæki á hverjum tíma; beita sér fyrir nægu sjúkrarými fyrir krabbameinssjúklinga og hjálpa krabbameinssjúklingum til þess að fá fullkomnustu sjúkrameðferð sem völ er á, innanlands sem utan.
Heimasíða félagsins er krabb.is.

Krabbameinsfélag Íslands
Samkvæmt 2. grein laga Krabbameinsfélags Íslands er tilgangur félagsins að styðja og efla í hvívetna baráttuna gegn krabbameini, svo sem með því að:
Beita sér fyrir virkri opinberri stefnu (krabbameinsáætlun) í forvörnum, greiningu, meðferð og endurhæfingu þeirra sem greinast með krabbamein. Stuðla að þekkingu og menntun um krabbamein og krabbameinsvarnir. Efla krabbameinsrannsóknir, m.a. með söfnun og vísindalegri úrvinnslu upplýsinga og með rekstri vísindasjóðs. Beita sér fyrir leit að krabbameini á byrjunarstigi. Styðja framfarir í meðferð krabbameins og umönnun krabbameinssjúklinga. Beita sér fyrir stuðningi við krabbameinssjúklinga og aðstandendur. Vera málsvari krabbameinssjúklinga og beita sér fyrir réttindum þeirra.
Heimasíða félagsins er krabb.is

Krabbameinsfélag Skagafjarðar
Krabbameinsfélag Skagafjarðar hefur það meginhlutverk að aðstoða krabbameinssjúklinga og aðstandendur þeirra. Það greiðir leigu í íbúðum K.Í og/eða dvöl á sjúkrahóteli þegar skagfirskir krabbameinssjúklingar þurfa að dvelja í Reykjavík vegna lækninga í lengri eða skemmri tíma. Krabbameinsfélag Skagafjarðar greiðir einnig fyrir 5 tíma hjá sálfræðingi fyrir sjúklinga eða aðstandendur, stendur fyrir fræðslunámskeiðum og styður við starfssemi stuðningshópa. Félagið stendur fyrir orlofsdvöl fyrir krabbameinssjúkinga og ekkjur og ekkla í samstarfi við Löngumýri. Einnig er í boði orlofsdvöl á Eiðum. Dvölin er skagfirskum sjúklingum að kostnaðarlausu. Krabbameinsfélag Skagafjarðar er með starfsmann í 20% starfi sem aðstoðar sjúklinga. Viðtalstímar hjá honum eru eftir samkomulagi. 
Heimasíða félagsins er krabb.is/skagafjordur.

Krabbameinsfélagið Sigurvon
Krabbameinsfélagið Sigurvon var stofnað í nóvember 2001. Starfssvæði félagsins nær yfir Norðanverða Vestfirði og er megintilgangur þess að styðja í hvívetna baráttuna gegn krabbameini. Sigurvon rekur þjónustumiðstöð á Ísafirði, sem einstaklingar með krabbamein og aðstandendur þeirra geta leitað til og fengið hvers kyns stuðning, fræðslu og ráðgjöf. Auk þess er starfsmaður miðstöðvarinnar með gsm síma sem skjólstæðingar geta hringt í hvenær sem þeir þurfa á aðstoð að halda. Þá er stuðningshópurinn Vinir í von með samverustundir annan hvern laugardag yfir vetrartímann, þar sem einstaklingar með krabbamein og aðstandendur þeirra koma saman og eiga góða stund.
Eitt af mikilvægustu markmiðum Sigurvonar er að styðja fjárhagslega við einstaklinga sem glíma við krabbamein. Fjárhagsleg byrgði þeirra sem veikjast er mikil og þá ekki síst þeirra sem búa á landsbyggðinni. Því er mikilvægt að svæðisfélag eins og Sigurvon geti ræktað þetta hlutverk sitt af alúð, með dyggri aðstoð samborgaranna.
Heimasíður félagsins eru krabb.is/thjonusta/svaedafelog/krabbameinsfelag-sigurvon og facebook.com/sigurvon.

Kraftur
Stuðningsfélagið Kraftur var stofnað 1. október 1999 og hefur það að leiðarljósi að beita sameinuðum kröftum sínum til að aðstoða þá sem þurfa á stuðningi að halda.  Leitast er við að aðstoða þá einstaklinga sem greinast með krabbamein og aðstandendur og miðla upplýsingum sem auðvelda þeim að takast á við sjúkdóminn. Við viljum nýta þá breytingu sem varð á lífi okkar og þá reynslu sem við höfum öðlast í baráttunni við krabbamein til að hjálpa þeim sem þurfa á hjálp að halda.  Kraftur stendur fyrir margskonar starfsemi og beitir sér fyrir málefnum sem stuðla að betri líðan þeirra sem kynnst hafa sjúkdómnum með beinum eða óbeinum hætti. 
Heimasíða félagsins er kraftur.org.

Kristniboðssambandið
Samband íslenskra kristniboðsfélaga (SÍK), oft nefnt Kristniboðssambandið, er landssamtök kristniboðshópa, félaga og einstaklinga sem vinna að kristniboði og hjálparstarfi meðal annarra þjóða. Kristniboðssambandið var stofnað árið 1929. Starfssvæði SÍK er aðallega í Eþíópíu og Keníu, einnig Japan. Kristniboðar hafa reynt að hjálpa fólki, sem býr við hörmungar, fátækt, líkamlega og andlega vanlíðan með ýmsum hætti. Þeir vinna að alhliða fræðslu, hjúkrun, heilsuvernd og margs konar þróunarverkefnum svo sem umbótum í landbúnaði, verndun vatnsbóla og fleiru. Á tímum hungursneyðar taka þeir þátt í víðtæku hjálparstarfi og matvæladreifingu. Samhliða þessu er trúin á Jesú Krist boðuð. Hún veitir fólki nýjan styrk og gefur lífsvon. Starfsmenn SÍK hér á landi taka þátt í margvíslegu starfi á kirkjulegum grunni þar sem þeir sinna fræðslu. Frekari upplýsingar má finna á heimasíðunni sik.is.

Ladies Circle Ísland – Elínarsjóður
Elínarsjóður er góðgerðarsjóður Ladies Circle á Íslandi. Ladies Circle eru alheimssamtök kvenna á aldrinum 18 – 45 ára sem starfa undir einkunnarorðunum „Vinátta og hjálpsemi“. Á hverju ári eru veittir styrkir úr Elínarsjóðnum til innlendra eða erlendra góðgerðarmála. Nánari upplýsingar má finna á ladies-circle.is.

Landvernd
Landvernd eru frjáls félagasamtök á sviði umhverfismála sem stofnuð voru árið 1969 með náttúruvernd og landgræðslu að meginmarkmiði. Á síðustu tveimur áratugum hefur sérstök áhersla verið lögð á verndun landssvæða og víðerna gegn stórfelldri orkuuppbyggingu á hálendinu, s.s. í Þjórsárverum, á Eyjabökkum, við Kárahnjúka, en einnig víðar, t.d. í Mývatnssveit og á háhitasvæðum á Reykjanesskaga. Upp úr aldamótum tók Landvernd forystu í umhverfismenntun á Íslandi með Fræðslusetrinu í Alviðru, Vistvernd í verki, að ógleymdu skólaverkefninu Grænfánanum og umhverfisviðurkenningunni Bláfánanum. Nýverið hefur aukinn kraftur verið settur í starf að loftslagsmálum, landgræðslu og áhrifum ferðamanna á náttúru Íslands. Nánari upplýsingar á landvernd.is.

LAUF - félag flogaveikra
Starfsemi félagsins er að hafa opna skrifstofu til þjónustu við félaga, fagfólk og almenning sem þarfnast; upplýsinga, ráðgjafar, fræðslu og stuðnings. Unnið er að forvörnum, þýðingu og útgáfu bæklinga og útgáfu Laufblaðsins, sem kemur út tvisvar á ári, einnig er farið með fræðsluerindi í skóla, leikskóla, sambýli og aðra staði þar sem starfsfólk kemur að umönnun flogaveikra einstaklinga, bæði barna og fullorðinna.
Heimasíða félagsins er lauf.is.

Leiðarljós
Leiðarljós er stuðningsmiðstöð fyrir fjölskyldur barna með sjaldgæfa og alvarlega langvinna sjúkdóma sem rekin er af sjálfseignarfélaginu Nótt og Dagur. Á allra vörum söfnuðu fyrir starfseminni haustið 2012, með glossasölu og söfnunarþætti á RÚV.
Stuðningsmiðstöðin þjónustar alvarlega langveik börn og fjölskyldur þeirra. Miðstöðin veitir heilbrigðis- og félagsþjónustu út frá einum vísum stað og hefur það hlutverk að skipuleggja og samræma þjónustu við fjölskyldur sem byggist á þeirra forgangsröðun og þörfum.
Markmiðið er að samhæfa þjónustuna til að finna bestu mögulegu lausnir fyrir hverja fjölskyldu, til að skapa henni bestu mögulegu skilyrði til góðra lífsgæða, þrátt fyrir veikindi barnsins. Nánari upplýsingar á leidarljos.com.

LIFA, Landssamtök aðstandenda eftir sjálfsvíg
Tilgangur félagsins er að efla sjálfsvígsforvarnir og stuðning við aðstandendur eftir sjálfsvíg. Tilgangi sínum hyggst félagið ná með því að standa að skipulagðri dagskrá um land allt í formi  fyrirlestra, stuðningshópa, reksturs heimasíðu, www.sjalfsvig.is og útbreiðslu kynningarbæklinga.

Litlir Englar
Samtökin Litlir Englar eru ætluð þeim sem að hafa misst börn sín í móðurkviði, í fæðingu eða stuttu eftir fæðingu sem og þeim sem að þurfa að binda enda á meðgönguna vegna alvarlegs fæðingargalla barns síns. Því miður er ekki öllum börnum ætluð framtíð eins sárt og það er nú. Í Fossvogskirkjugarði í Reykjavík er að finna duftgarð fyrir fóstur. Hugsunin með duftgarðinum er að fóstrið/barnið hvíli í kirkjugarðinum í vígðri mold og að fólk eigi stað til þess að vitja. Duftreitarverkefnið felst í því að gera mjög þarfar endurbætur á duftreitnum. Þar á m.a að koma fyrir minningarsteinum þar sem hægt er að skilja eftir blóm og kerti. Það er von okkar að sem flestir sjái sér fært um að styrkja þetta fallega verkefni með áheitum frá Reykjavíkurmaraþoni. Heimasíða okkar er: litlirenglar.is.

Líf, styrktarfélag
Líf, styrktarfélag, var stofnað 7.desember 2009 og hefur það meginmarkmið að styðja við og styrkja Kvennadeild Landspítalans, bæta aðbúnað og þjónustu við konur og fjölskyldur þeirra á meðgöngu, í fæðingu og sængurlegu og einnig þeirra kvenna sem þurfa umönnun vegna kvensjúkdóma. Á deildinni fara fram um 70% fæðinga á landinu auk annarra kvenlækninga, svo sem vegna krabbameins í legi og brjóstum.
Heimasíða félagsins er gefdulif.is.

Ljósið, endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda
Ljósið er endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir fólk sem hefur fengið krabbamein og aðstandendur þeirra. Markmið Ljóssins er að fólk fái sérhæfða endurhæfingu- og stuðning, við að byggja upp líkamlegt og andlegt þrek, auk þess að fá stuðning við að setja sér markmið sem auka daglega virkni og hafa þannig áhrif á lífsgæði almennt. 
Til að auka virkni og þrek býður Ljósið upp á fjölbreytta dagskrá fyrir fólk sem hefur greinst með krabbamein og aðstandendur þeirra. Starfsemi Ljóssins er rekin alla virka daga frá kl. 8:30 til 16:00, auk þess sem sérskipulögð námskeið eru á kvöldin og laugardögum. Við erum á Langholtsvegi 43, 104 Rvk, gamla Landsbankahúsinu. Heimasíða félagsins er ljosid.is.

Málefli,hagsmunasamtök í þágu barna og unglinga með tal- og málþroskaröskun
Málefli er hagsmunafélag foreldra/aðstandenda barna og ungmenna með málþroskafrávik. Félagið tengist rannsóknarstofu um þroska, mál og læsi við Háskóla Íslands. Markmið Máleflis eru meðal annars að stuðla að bættri þjónustu við börn og ungmenni með málþroskafrávik, fræða aðstandendur og hvetja til frekari rannsókna á sviðinu. Nánari upplýsingar má finna á www.malefli.is

Meðferðarheimilið Krýsuvík
Krýsuvíkur samtökin voru stofnuð 24. apríl 1986, og eru samtök einstaklinga og fyrirtækja sem hafa það að markmiði, að starfrækja Meðferðarheimilið í Krýsuvík, til hjálpar þeim einstaklingum, sem ánetjast hafa vímuefnum og misst stjórn á lífi sínu.
Megin áherslan er hjálp til sjálfshjálpar fyrir vímuefnaneytendur. Krýsuvíkursamtökinn er meðlimur í European Federation of Therapeutic Communities. Allir ráðgjafar hjá Meðferðarheimilinu eru með alþjóðleg ICRC réttindi í vímuefnaráðgjöf á sviði fíknisjúkdóma.
Það er fyrir tilstuðlan félaga og fyrirtækja í samtökunum að Krýsuvík gengur, öll framlög hafa í gegnum árin gert það að verkum að Meðferðarheimilið Krýsuvík er enn til staðar fyrir vímuefnaneytendur.
Heimasíða félagsins er 
krysuvik.is.

MG-félag Íslands
MG–félag Íslands var stofnað 29. maí 1993 og er félag sjúklinga með vöðvaslensfár (Myasthenia Gravis) og aðstandenda þeirra. Markmið MG–félagsins er að kynna sjúkdóminn sem er afar sjaldgæfur, styðja við bakið á sjúklingum og fjölskyldum þeirra og rjúfa hugsanlega einangrun sjúklinga með því að miðla fræðsluefni og reynslu til þeirra og aðstandenda. Nánari upplýsingar á mg-felag.is.

Minningargjafasjóður Sunnuhlíðar
Tilgangur sjóðsins er að styðja og styrkja starfsemi Sunnuhlíðar, hjúkrunarheimilis aldraðra í Kópavogi, með því að leggja fram fé til kaupa á tækjum og  búnaði, endurbóta á húsnæði og umhverfi heimilisins. Sjá nánar á sunnuhlid.is.

Minningarsjóður Karitas
Minningarsjóður Karitas er rekin af Karitas hjúkrunar- og ráðgjafarþjónustu.
Hlutverk sjóðsins er að stuðla að framhalds- og símenntun í líknarmeðferð fyrir hjúkrunarfræðinga hjá Karitas. Að sjá þjónustunni fyrir nauðsynlegum tækjabúnaði. Að veita fátækum skjólstæðingum þjónustunnar fjárstyrki. Að styrkja börn skjólstæðinga Karitas sem missa foreldra sína úr krabbameini.
Karitas starfar samkvæmt skilgreiningu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar WHO á líknarmeðferð og umönnun langveikra. Markmið hjúkrunarfræðinga þjónustunnar er að styðja við einstaklinga sem eru haldnir langvinnum sjúkdómum þannig að þeir geti betur tekist á við daglegt líf sitt þrátt fyrir þær breytingar og takmarkanir sem sjúkdómurinn hefur í för með sér.
Heimasíða sjóðsins er karitas.is.

Minningarsjóður Kristjáns Eldjárns gítarleikara
Að veita framúrskarandi tónlistarmönnum viðurkenningar.
Heimasíða félagsins er eldjarn.net.

Minningarsjóður Kristófers Darra Ólafssonar
Styrktarsjóður til minningar um Kristófer Darra Ólafsson sem lést tæplega fjögurra ára gamall eftir slys í leiktæki á leikvelli í maí árið 2010. Tilgangur félagsins er söfnun fjármuna til þess að efla forvarnir gegn slysum barna ásamt því að safna fyrir kaupum á legsteini á leiði Kristófers Darra.

Minningarsjóður Lovísu Hrundar Svavarsdóttur
Lovísa Hrund Svavarsdóttir lést þann 6. apríl síðastliðinn í hörðum árekstri á Akrafjallsvegi. Drukkinn ökumaður sem kom úr gagnstæðri átt keyrði í veg fyrir hana með þeim afleiðingum að hún lést, aðeins 17 ára gömul. Tilgangur minningarsjóðsins er að safna fjármagni til að stofna fræðslu og forvarnarsjóð um afleiðingar ölvunaraksturs, einnig til að vekja athygli á hversu víðtæk áhrif það getur haft að keyra undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna. Allt fé sem safnast inn á minningarsjóð Lovísu Hrundar mun eingöngu vera notað til þess að stofna nýjan löglegan forvarnarsjóð, en til þess þarf 1.000.000.- Það er vel við hæfi að starta sjóðnum hér á hlaupastyrkur.is vegna þess hve áhugasöm Lovísa Hrund var um heilsu og heilbrigðan lífstíl.

Minningarsjóður Margrétar Oddsdóttur
Minningarsjóður Margrétar Oddsdóttur er stoltur að styrkja það góða og óeigingjarna starf sem unnið er á Brjóstamóttöku skurðlækninga brjóstakrabbameina á Landspítala, en þangað koma allir þeir sem greinast með brjóstakrabbamein. Á hverju ári greinast um 220 konur með brjóstakrabbamein og hafa lífslíkur þeirra kvenna aukist og vegna þessa er aukin áhersla lögð á skurðmeðferð m.a. með endursköpunaraðgerðum á brjóstum. Ör þróun hefur orðið á þessu sviði sem kallar á meiri og betri aðstöðu fyrir bæði sjúklinga og þá sem annast meðferðina. Hlutverk Minningarsjóðs Margrétar Oddsdóttur er að styðja við þessa starfsemi sem fram fer á Brjóstamóttökunni. Margrét Oddsdóttir var skurðlæknir á Landspítalanum en hún lést úr brjóstakrabbameini langt um aldur fram í janúar 2009. Nánari upplýsingar má finna á www.maggaodds.is.

Minningarsjóður Sigrúnar Mjallar
Sigrún Mjöll Jóhannesdóttir var 17 ára þegar hún lést vegna of stórs skammts af fíkniefnum þann 3. Júní 2010. Fram að þeim tíma hafði hún dvalið á ýmsum meðferðarheimilum og oft leitt áfram jákvæð verkefni á þessum heimilum. Tilgangur Minningarsjóðs Sigrúnar Mjallar er að stuðla að skapandi verkefnum ungmenna sem dvelja á meðferðarheimilum á hverjum tíma og gefa þannig ungmennumum tækifæri til að finna kröftum sínum farveg. Nánari upplýsingar á minningsissu.is.

Minningasjóður Líknardeildarinnar í Kópavogi
Veittir eru styrkir til að efla starf líknardeildarinnar, sjúklingum og fjölskyldum þeirra til góðs. Minningasjóðurinn hefur einnig það að leiðarljósi að efla þekkingu heilbrigðisstarfsfólks og almennings á líknarmeðferð með því að styrkja verkefni sem tengjast því.

MND félagið á Íslandi
Hlutverk félagsins er að vinna að velferð þeirra sem haldnir eru MND hreyfitaugahrörnun, eða öðrum vöðva og taugasjúkdómum með sömu eða svipaðar afleiðingar. Einnig fjölskyldum þeirra og fagfólki sem vinnur að málefnum þessa hóps.
Heimasíða félagsins er mnd.is

MS-félag Íslands
MS-félag Íslands er hagsmunafélag MS-fólks. Fjöldi félagsmanna er um 800 en um 430 eru með MS-greiningu hér á landi. Tilgangur félagsins er að vinna að velferð þeirra sem haldnir eru MS-sjúkdómnum.
Félagið rekur skrifstofu sem opin er alla virka daga. Félagið býður upp á margskonar þjónustu við félagsmenn, s.s. námskeiðshald, fræðslufyrirlestra, félagsráðgjöf, jógatíma, líkamsþjálfun og landsbyggðarfundi. Félagið gefur einnig út fræðsluefni og tímaritið MeginStoð og heldur úti heimasíðu. Í húsi félagsins er rekin sjúkradagvist og endurhæfing fyrir MS-fólk, MS Setrið.
Félagið var stofnað árið 1968 og er einkum rekið fyrir styrki almennings og fyrirtækja.
Heimasíða félagsins er msfelag.is.

Munaðarlaus börn á Haítí
Árið 2010 í  jarðskjálftanum mikla á Haiti misstu tugþúsundir barna foreldra sína. “Samhygð í verki” og formaður þess, Pétur Guðjónsson, sem starfað hefur á Haiti áratugum saman, setti á stofn munaðarleysingjaheimili fyrir 50 börn með aðstoð þarlendra húmanista og var öðrum 50 börnum komið fyrir hjá fósturforeldrum. Góðviljaðir Íslendingar, fyrirtæki, félagasamtök og einstaklingar, hafa styrkt það frábæra starf sem þarna fer fram. Með fjárframlögum frá Íslandi hafa börnin húsaskjól, fæði, klæði, heilbrigðisumönnun og komast í skóla. Nánari upplýsingar á haiti.is.

Mænuskaðastofnun Íslands
Hlutverk Mænuskaðastofnunar Íslands er að vekja athygli á mænuskaða og hvetja þjóðir heims til að taka höndum saman svo lækning finnist.
Heimasíða félagsins er isci.is.

Neistinn styrktarfélag hjartveikra barna
Markmið Neistans er m.a. að auðvelda aðgengi foreldra að upplýsingum sem snúa að hjartagöllum og hjartasjúkdómum barna, meðferð þeirra. Þá sinnir Neistinn réttindum fjölskyldunnar og mannlega þættinum, t.d. á upplýsingavef sínum, Hjartagáttinni. Neistinn heldur úti öflugu félagslífi, fjölskyldum hjartabarna til skemmtunar og stuðnings og unglingastarfið þykir einkar líflegt. Þá stendur Neistinn að baki Styrktarsjóði Neistans, sem styrkir hjartafjölskyldur fjárhagslega.
Heimasíða félagsins er neistinn.is.

Nes, íþróttafélag fatlaðra á Suðurnesjum
NES hefur það að markmiði að efla gott íþróttastarf fyrir fatlaða, gefa fötluðum tækifæri á að iðka íþróttir á jafnréttisgrundvelli, að mæta einstaklingum þar sem þeir eru og þeir fái að njóta sín. Nes heldur úti fjórum íþróttagreinum að staðaldri í hverri viku, sund, knattspyrna, frjálsar íþróttir og boccia.  Einnig golf á sumrin. NES er fyrir alla einstaklinga á öllum aldri sem eiga við einhvers konar fötlun eða röskun að stríða. Heimasíða félagsins er nessport.123.is.

NPA miðstöðin svf.
NPA miðstöðin svf. var stofnuð þann 16. júní árið 2010 og er samvinnufyrirtæki í eigu og undir stjórn fatlaðs fólks, rekin án fjárhagslegs ágóðasjónarmiðs.NPA miðstöðin hefur það markmið að veita fötluðu fólki á öllum aldri, sem kýs að nota beingreiðslur og notendastýrða persónulega aðstoð (NPA): Stuðning við að sækja um beingreiðslur (eða auka greiðslur) hjá sveitarfélögum. Aðstoð og ráðgjöf við starfsmannamál, svo sem að auglýsa eftir aðstoðarfólki, við ráðningar, launa- og skipulagsmál og fjölmörg praktísk atriði. Fræðslu til fatlaðs fólks og aðstandenda. Nánari upplýsingar má finna á npa.is.

Ný Dögun, samtök um sorg og sorgarviðbrögð
Markmið félagsins er að styðja syrgjendur og þá sem vinna að velferð þeirra. Starfsemin felst í stuðningi við þá sem eiga um sárt að binda vegna ástvinamissis ásamt almennri fræðslu og fyrirlestrum um sorg og 
sorgarviðbrögð. Ný dögun er rekin af sjálfboðaliðum úr hinum ýmsu fagstéttum og samfélaginu almennt.
Heimasíðu samtakanna er sorg.is.

Olnbogabörnin
Tilgangur félagsins er að berjast fyrir auknum og bættum úrræðum fyrir ungmenni með áhættuhegðun 
(með áhættuhegðun er meðal annars átt við misnotkun vímuefna, afbrot og tengdar athafnir), efla forvarnir og auka stuðning við bæði ungmenni og aðstandendur. Til að ná þessum markmiðum mun félagið m.a. koma fram með málefnalega umræðu og beita sér sem þrýstihópur gagnvart yfirvöldum og öðrum aðilum sem skipta máli í þessu samhengi. Tilgangi sínum hyggst félagið ná með að vekja athygli á núverandi úrræðaleysi og hugsanlegum leiðum til úrbóta, meðal annars með umfjöllun í fjölmiðlum og á öðrum opinberum vettvangi.

Parkinsonsamtökin á Íslandi
Parkinsonsamtökin á Íslandi voru stofnuð árið 1983 og er markmið þeirra að:
• aðstoða sjúklinga og aðstandendur við að leysa úr þeim vanda og erfiðleikum sem sjúkdómnum fylgja
• dreifa upplýsingum, veita fræðslu og styðja við rannsóknir vegna parkinsonveiki
• vera vettvangur umræðu um sameiginleg vandamál félagsmanna
• halda reglulega félagsfundi til skemmtunar og fræðslu
• gefa út rit félagsins og halda úti vefsíðu til að miðla upplýsingum og fræðslu
Sími 552 4440 - símsvörun 11:00 - 15:00 alla daga.
Heimasíða félagsins er psi.is.

PKU Félagið á Íslandi
PKU félagið á Íslandi sem er félag einstaklinga með PKU eða skylda efnaskiptagalla, foreldra þeirra, ættingja og annars áhugafólks um velferð þeirra. Starfsemi félagsins núna felst aðallega í útgáfu á kynningar- og fræðsluefni um PKU auk gerð matreiðslubókar o.fl. Þá hefur PKU-félagið staðið fyrir ráðstefnu PKU-félaga í Evrópu sem haldin var hér á landi árið 2008. Nánar á pku.is.

POWERtalk International á Íslandi
POWERtalk eru alheimssamtök sem leggja áherslu á einstaklingsmiðaða þjálfun í tjáningu sem skilar árangri. POWERtalk virkjar fólk til þátttöku í umræðum, býður leiðtogaþjálfun og eykur færni við kynningar og fundarstjórnun.
Samtökin hafa engan fjárhagslegan ávinning. Ávinningurinn felst í því að félagsmenn öðlist þá færni og sjálfstraust sem þeir þurfa til að flytja mál sitt af öryggi, hvort sem er í ræðu eða riti við ýmis tækifæri. Starfsemin byggir á einstaklingsmiðaðri jafningjafræðslu sem hvetur fólk til dáða þar sem tjáskipta- og stjórnunarhæfileikar skipta sköpum til starfsframa og þátttöku á opinberum vettvangi. Nánari upplýsingar á powertalk.is.

Rauði krossinn á Íslandi
Rauði krossinn bregst við neyð jafnt innan lands og utan og veitir aðstoð sem gerir fólk hæfara til að takast á við erfiðleika og bregðast við áföllum. Á ári hverju fara sjúkrabílar félagsins í 30 þúsund útköll, Hjálparsími Rauða krossins 1717 svarar rúmlega 20 þúsund símtölum og sjö þúsund manns læra skyndihjálp á vegum félagsins. Alþjóðlegt hjálparstarf félagsins nær til þúsunda manna, með sérstakri áherslu á stríðshrjáð börn. Rauði krossinn er til staðar þegar hamfarir ógna lífi og heilsu einstaklinga hér á landi og um allan heim. Fórnfúst starf meira en þrjú þúsund sjálfboðaliða er aðalstyrkur Rauða krossins á Íslandi. Heimasíða félagsins er raudikrossinn.is.

Regnbogabörn
Regnbogabörn er fjöldasamtök áhugafólks um EINELTI og leiðir til að vinna gegn því. Megin markmið félagsins er að hvetja til vitundar um þann vanda sem stafar af einelti og stuðla að því að gera öllum börnum sem fullorðnum kleift að lifa án félagslegs áreitis og ofbeldis af hálfu annarra meðlima samfélagsins. Í ár fóru Regnbogabörn af stað með nýtt verkefni sem er í því fólgið að setja á laggirnar og halda úti lifandi heimasíðu á netinu. Hún mun bjóða uppá fróðleik og forvarnir í formi vandaðra fyrirlestra frá landsliði fræðimanna og leikmanna. Síðan ber nafnið www.fyrirlestrar.is mun fara í loftið í haust. 
Heimasíða félagsins er regnbogaborn.is.

Rett Syndrome Rannsóknarsjóður Guðrúnar
Rett syndrome er sjaldgæfur taugasjúkdómur sem engin lækning er við í dag. Honum hefur verið líkt við Cerebral Palsy, einhverfu, Parkinson's og flogaveiki, allt í einni stúlku. Markmið sjóðsins er að afla fjár til að styrkja rannsóknir og fræðslu um Rett syndrome. Heimasíða sjóðsins er rettenglar.yolasite.com.

Reykjadalur
Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra hefur rekið sumar- og helgardvöl (yfir veturinn) fyrir fötluð börn og ungmenni í Reykjadal frá árinu 1963. Í Reykjadal ríkir mikil gleði og óhætt að segja að stemmingin þar sé einstök. Þar dvelja árlega  um 200 börn alls staðar að af landinu sem hafa ekki vegna fötlunar sinnar, kost á að sækja aðrar sumarbúðir, líkt og ófatlaðir jafnaldrar þeirra. Nánari upplýsingar má finna á slf.is.

Ristilfélagið
- Að vinna að hagsmunum þeirra sem greinst hafa með sjúkdóminn og kynningu á málefnum þeirra. 
- Að stuðla að fræðslustarfsemi og miðlun upplýsinga til sjúklinga, aðstandenda, annarra velunnara og almennings í samstarfi við krabbameinsfélögin og aðra.
- Að efla samstarf við heilbrigðisstarfsfólk, heilbrigðisstofnanir, sem og önnur félagasamtök sem láta sig varða heilbrigði og velferð þeirra er greinast með sjúkdóminn.
- Að hvetja til rannsókna á sjúkdómnum og orsökum hans. 
- Að stofna til samskipta við sambærileg samtök erlendis.
- Að beita sér fyrir því að hafin verði leit að ristil- og endaþarmskrabbameini á byrjunarstigi.
Heimasíða félagsins er krabb.is/thjonusta/studningsfelog/ristilfelagid.

Rótin - félag um málefni kvenna með áfengis- og fíknivanda
Markmið Rótarinnar eru að stofna til umræðu um konur, fíkn, áföll og ofbeldi og huga að sérstökum meðferðarúrræðum fyrir konur. Félagið vill að komið sé á samstarfi á milli stofnana, samtaka og annarra fagaðila sem fást við vímuefnameðferð, ofbeldi og úrvinnslu áfalla. Félagið vill beita sér fyrir öflun upplýsinga og úrvinnslu fyrirliggjandi gagna um þessi málefni konum til góða, og stuðla að rannsóknum á þessu sviði. Ennfremur að afla þekkingar, halda fyrirlestra, standa að ráðstefnum og námskeiðum, eitt eða í samstarfið við önnur félög, og efla umræður um fíknitengd málefni sem snerta konur sérstaklega.

Samhjálp
Samhjálp rekur meðferðarstöðina Hlaðgerðarkot, Gistiskýlið fyrir útigangsmenn, kaffistofuna sem gefur öllum sem minna mega sín heitar máltíðir á hverjum degi ársins, 3.áfangaheimili fyrir fólk sem er að jafna sig eftir áfengis- og vímuefnameðferð. Göngudeild á skrifstofu Samhjálpar Stangarhyl 3. Á hverri nóttu gista um 100 manns í rúmum hjá Samhjálp og sami fjöldi og rúmlega það borða alla daga ársins heita máltíð á kaffistofunni. Við þökkum stuðninginn og óskum öllum góðs gengis í hlaupinu.
Heimasíða félagsins er samhjalp.is

Samtök áhugafólks um áfengis- og vímuefnavandann (SÁÁ)
SÁÁ eru landsamtök sem vinna að áfengis- og vímuefnavörnum um allt land og veita öllum landsmönnum þjónustu. Öllum ágóða af starfsemi samtakanna og eignum er varið til baráttunnar gegn ofnotkun vímuefna. SÁÁ leggur mesta áherslu á fjölbreytta meðferð sem byggir á nýrri vísindalegri þekkingu í læknisfræði, sálarfræði og félagsvísindum. Samtökin hafa ráðið til sín reynslumikið og vel menntað heilbrigðisstarfsfólk sem vinnur að vímuefnameðferðinni sem SÁÁ telur bestu aðferðina við núverandi aðstæður til að draga úr ofnotkun vímuefna, ofbeldi og afbrotum. Samtökin leggja mikla áherslu á forvarnir og vilja taka heilstætt á vímuefnavandanum með fræðslu, skynsamlegri löggjöf og reglugerðum sem vernda þá sem minna mega sín án þess að misbjóða hinum. 
Heimasíða félagsins er saa.is.

Samtök lungnasjúklinga
Samtök lungnasjúklinga voru stofnuð 20. maí 1997. Höfðu lungnasjúklingar engan vettvang fyrir málefni sín og var því nauðsyn á stofnu slíkra samtaka. Um þessar mundir hafa fleiri þúsund Íslendingar verið greindir með lungasjúkdóm og starfsemi hagsmunasamtaka er liður í að bæta og efla stöðu þeirra. Helsta markmið samtakanna er að vinna að velferðar- og hagsmunamálum lungnasjúklinga m.a. með því að halda uppi öflugri félagsstarfsemi, stuðla að fræðslu og rannsóknum á lungnasjúkdómum og afleiðingum þeirra, efla forvarnarstarf og vinna að ráðgjöf og upplýsingamiðlun varðandi réttindi lungnasjúklinga.Reglulega eru haldnin fræðsluerindi fyrir félagsmenn um lungnasjúkdóma. Heimasíða félagsins: lungu.is.

Samtök um kvennaathvarf
Að reka athvarf, annars vegar fyrir konur og börn þeirra þegar dvöl í heimahúsum er þeim óbærileg vegna andlegs eða líkamlegs ofbeldis eiginmanns, sambýlismanns eða annarra heimilismanna og hins vegar fyrir konur sem verða fyrir nauðgun. Einnig er veitt ráðgjöf og upplýsingar og reynt að stuðla að aukinni umræðu og skilningi í þjóðfélaginu á eðli og afleiðingum ofbeldis. Þá er stuðlað að því að þjóðfélagið, lög þess og stofnanir verndi og aðstoði þá er slíkt ofbeldi þola.
Nánari upplýsingar á kvennaathvarf.is

Samtök sykursjúkra
Að tala máli sykursjúkra við yfirvöld.
Að gefa út upplýsinga- og fræðsluefni fyrir bæði sykursjúka og almenning.
Að halda uppi fjölbreytilegu félagsstarfi fyrir meðlimi sína.
Heimasíða samtakanna er diabetes.is.

Samtök um endómetríósu
Fræðsla og stuðningur eru meginverkefni samtakanna. Samtökin hafa frá stofnun árið 2006 unnið ötullega að því að fræða almenning og ekki síður heilbrigðisstarfsfólk um sjúkdóminn en konur með endómetríósu hafa lengi barist fyrir viðurkenningu á líðan sinni og einkennum. Greiningartími er enn að meðaltali um átta ár og er hluti skýringarinnar vanþekking á sjúkdómnum og jafnvel vantrú. Talið er að um 10% kvenna um allan heim séu með endómetríósu.
Heimasíða félagsins er endo.is.

Samtök endurhæfðra mænuskaddaðra (SEM)
Samtök Endurhæfðra Mænuskaddaðra (SEM) voru stofnuð þann 27. september 1981 af nokkrum einstaklingum sem höfðu orðið fyrir mænuskaða af völdum slysa. Markmið SEM er að efla samhjálp mænuskaddaðra, vinna að auknum réttindum þeirra og bættri aðstöðu í þjóðfélaginu. Þá var einnig stofnuð sjálfseignarstofnun sem heitir Húsnæðisfélag SEM (H-SEM) og hefur nú byggt sérhannaða íbúðarblokk fyrir félagsmenn á Sléttuvegi 3 með stuðningi margra einstaklinga og fyrirtækja. Einnig hefur H-SEM keypt nokkrar íbúðir sem eru leigðar til félagsmanna SEM. Nánari upplýsingar á sem.is.

Samtökin '78 - Félag hinsegin fólks á Íslandi
Samtökin '78 eru hagsmuna- og baráttusamtök samkynhneigðra, tvíkynhneigðra og transgender fólks á Íslandi. Markmið félagsins er að lesbíur, hommar, tvíkynhneigðir og transgender fólk verði sýnilegt og viðurkennt og njóti fyllstu réttinda í íslensku samfélagi.Samtökin´78 reka menningar- og þjónustumiðstöð á Laugavegi 3 í Reykjavík, 4. hæð, sem er öllum opin.
Heimasíða félagsins er samtokin78.is.

Sjálfsbjörg landssamband fatlaðra
Hlutverk Sjálfsbjargar er að vinna að fullkominni þátttöku og jafnrétti hreyfihamlaðs fólks og annarra fatlaðra, á öllum sviðum þjóðlífsins. Með dyggum stuðningi almennings hefur Sjálfsbjörg oft verið frumkvöðull að uppbyggingu nýrrar þjónustu fyrir hreyfihamlað fólk í landinu. Nýjasta verkefnið er stofnun Þekkingarmiðstöðvar í Sjálfsbjargarhúsinu að Hátúni 12. Miðstöðin safnar og miðlar hagnýtum upplýsingum sem gagnast fötluðu fólki um allt land. Þangað leitar hreyfihamlað fólk, aðstandendur þeirra, fagfólk, stofnanir og fyrirtæki sem þurfa upplýsingar, fræðslu eða námskeið er tengjast hreyfihömluðu fólki á einn eða annan hátt. Nánari upplýsingar á www.thekkingarmidstod.is

Skálatúnsheimilið
Skálatúnsheimilið í Mosfellsbæ er heimili 39 einstaklinga með þroskahömlun sem búa í sex misstórum sambýlum. Dagþjónusta á Skálatúni skiptast í Vinnustofur og Skjól. Hana sækja 43 einstaklingar, búsettir í Skálatúni eða annars staðar á Stórreykjavíkursvæðinu. Markmiðið er að veita einstaklingsmiðaða þjónustu með sveigjanleika að leiðarljósi. Þjónustuáætlun, sem felur í sér tilboð sem dagþjónustan býður upp á hverju sinni, er unnin og er starfsrammi hvers þjónustunotanda/starfsmanns. Á staðnum er einnig sundlaug sem þjónar heimilismönnum. Rekstur heimilisins er fjármagnaður með sérstökum þjónustusamningi við Mosfellsbæ. Nánari upplýsingar á skalatun.is.

Sjóðurinn blind börn á Íslandi
Sjóðurinn blind börn á Íslandi var stofnaður sumarið 1992 í útvarpsþætti Jóns Axels og Gulla „Tveir með öllu“. Hlutverk sjóðsins er að styrkja blind og sjónskert börn allt að átján ára aldri og foreldra þeirra til kaupa á ýmsu því sem getur orðið börnunum til aukins þroska og ánægju í lífinu. Þar á meðal eru sérhönnuð leikföng, leiktæki, hljóðfæri, tölvur og annað slíkt sem opinberir aðilar veita ekki styrki til kaupa á.

Sjónarhóll
Sjónarhóll er ráðgjafarmiðstöð fyrir foreldra barna með sérþarfir. Markmið Sjónarhóls er að fjölskyldur barna með sérþarfir njóti jafnréttis og sambærilegra lífskjara á við aðrar fjölskyldur og búi við lífsskilyrði sem gera þeim kleift að lifa eðlilegu lífi. Mikil áhersla er lögð á að þjónustan sé aðgengileg og er ráðgjöf á vegum Sjónarhóls veitt endurgjaldslaust. Þjónusta Sjónarhóls er ætluð öllum óháð aldri barnins, einnig þeim sem eiga uppkomin börn. Það nægir að foreldrar/fjölskyldan hafi áhyggjur af líðan eða þroska barnsins til að fá ráðgjöf. Til að panta tíma hjá ráðgjafa þarf hvorki að liggja fyrir greining eða tilvísun frá fagaðilum. Þjónusta Sjónarhóls er fyrir allt landið, ráðgjafar okkar fara á fundi á landsbyggðinni ef þess er óskað og er það foreldrum einnig að kostnaðarlausu.
Heimasíða félagsins er sjonarholl.net.

Slysavarnafélagið Landsbjörg
Slysavarnafélagið Landsbjörg eru landssamtök björgunarsveita og slysavarnadeilda á Íslandi. Starfsemin miðar að því að koma í veg fyrir slys og bjarga mannslífum og verðmætum. Í þeim tilgangi er öflugur hópur sjálfboðaliða til taks ef út af bregður, á nóttu sem degi, allt árið um kring. Við stofnun Slysavarnafélagsins Landsbjargar urðu til ein stærstu samtök sjálfboðaliða á Íslandi með um 18 þúsund félögum sem starfa í björgunarsveitum, slysavarna- og unglingadeidlum. Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar eru kallaðar út um 1500 sinnum á ári, til aðstoðar samborgurum sínum og ferðafólki á sjó og á landi.
Heimasíða félagsins er landsbjorg.is.

SOS barnaþorpin
SOS Barnaþorpin eru stærstu barnahjálparsamtök í heimi sem einbeita sér að munaðarlausum og yfirgefnum börnum. Við teljum að öll börn eigi rétt á ástríku heimili og teljum að nálgun samtakanna sé sú besta, bæði fyrir umkomulaus börn og styrktaraðila. Styrktarforeldrar og aðrir styrktaraðilar um allan heim sjá til þess að yfir 78.000 umkomulaus börn eiga fjölskyldu og heimili í 530 einstökum barnaþorpum í 125 löndum. Stuðningsaðilar SOS hjálpa einnig um milljón börnum og fjölskyldum þeirra í nágrenni barnaþorpanna með ýmsum verkefnum.
Heimasíða félagsins er sos.is.

Sól í Tógó
Verkefnismarkmið Sól í Tógó eru tvö. Annars vegar að byggja heimili fyrir munaðarlaus börn í Glidji þar sem þau geta notið skjóls, umhyggju og menntunar. Hins vegar að starfsmenn heimilisins hljóti starfsþjálfun og þekkingaruppbyggingu í uppeldi og umönnun barna. Sól í Tógó er hjálparstarf á vegum Laufásborgar hjallaleikskólans.
Heimasíða félagsins er solitogo.org.

Sólheimar, sjálfbært samfélag
Sólheimar eru sjálfbært samfélag á fallegum stað í hjarta Suðurlands, í um það bil klukkutíma akstursfjarlægð frá Reykjavík. Þar búa og starfa saman um það bil 100 einstaklingar í skapandi, alþjóðlegu umhverfi með áherslu á umhverfismál, listræna vinnu og lífræna ræktun. Sólheimar voru stofnaðir af Sesselju H. Sigmundsdóttur (1902-1974) árið 1930 og byggja m.a. að nokkru á hugmyndafræði Rudolfs Steiner (1861-1925). Sólheimar eru fyrsti staðurinn á Norðurlöndum til að stunda lífræna ræktun (bio-dynamic) og eru jafnframt fyrsti íslenski aðilinn að alþjóðasamtökunum Global Eco-village Nework. Sjá nánar á solheimar.is.

Specialisterne á Íslandi
Specialisterne á Íslandi er sjálfseignarstofnun sem vinnur að því að hjálpa einstaklingum, með greiningu á einhverfurófinu til sjálfshjálpar.
Unnið er eftir aðferðafærði Specialisterne í Danmörku, en þar hefur fyrirtækið verið til frá árinu 2004. Frá miðju síðasta ári hafa 20 einstaklingar verið hjá Specialisterne í mats- og þjálfunarferli og nú eru fjórir þeirra komnir í vinnu sem almennir launþegar. Stefna Specialisterne er að tryggja 12 – 18 einstaklingum atvinnu á hinum almenna vinnumarkaði á hverju ári.
Heimasíða félagsins er specialisterne.is.

Spes
Tilgangur SPES er að byggja og reka heimili fyrir foreldralaus börn. Fyrstu tvö SPES þorpin eru risin í Afríkuríkinu Tógó. Þar búa 154 börn í dag. SPES er hugsjónafélag sem hefur að kjörorði "Sá sem bjargar einu barni bjargar mannkyninu." Allt stjórnarstarf er unnið í sjálfboðavinnu og umsýslukostnaður er enginn. Við leggjum áherslu á að þetta sé heimili en ekki stofnun. Börnin eiga að haga lífi sínu eins eðlilega og kostur er. Yngri börnin fara í leikskóla og eldri börnin ganga öll í almennan skóla í hverfunum. Í fyrra söfnuðust í gegnum maraþonhlaupið 137.000 krónur. Eins og síðustu ár voru þessir fjármunir nýttir til að kaupa bækur og kennslugögn í skólann sem börnin ganga í enda mikill skortur á slíku. Þökk sé til þeirra sem hlupu og munu hlaupa. Sjá nánar á heimasíðunni: www.spes.is.

Stígamót
Stígamót eru samtök sem vinna gegn kynferðisofbeldi. Á Stígamótum er boðið upp á viðtöl og sjálfshjálparhópa fyrir konur og karla sem hafa verið beitt kynferðisofbeldi. Stígamót reka líka athvarf fyrir konur á leið úr mansali eða vændi. Stígamót halda einnig úti öflugri fræðslu fyrir skólahópa og almenning og stunda virka hagsmunagæslu til að búa til betra samfélag án kynferðisofbeldis.
Heimasíða félagsins er stigamot.is.

Styrktarfélag fatlaðra á Vestfjörðum
Styrktarfélagið er styrktar-og hagsmunafélag fatlaðra á Vestfjörðum. Félagið er aðildarfélag í Landssamtökunum Þroskahjálp og tekur þátt í að móta stefnu í málefnum fatlaðra á þeim vettvang.
Styrktarfélagið starfar með hagsmuni fatlaðra í huga og fylgist með að stofnanir og sveitfélög veiti fötluðum þá þjónustu sem þeim ber. Félagið á fulltrúa í Svæðisráði fatlaðra og er í sambandi við trúnaðarmann fatlaðra eftir þörfum.

Styrktarfélag Klúbbsins Geysis
Klúbburinn Geysir býður velkomna þá sem eiga eða hafa átt við geðræn veikindi að stríða, til að vinna uppbyggilegt starf á jafningjagrundvelli með það að markmiði að auka samfélagslega þátttöku og efla lífsgæði.
Þetta gerum við með því að:vera öruggur samastaður, hafa fjölbreytt verkefni á vinnumiðuðum degi, efla sjálfstraust með því að taka tillit til styrkleika, áhuga og getu hvers og eins hverju sinni, veita stuðning í námi og atvinnuleit, bjóða tímabundin atvinnutækifæri
Einkunarorð Klúbbsins Geysis eru: Virðing – Víðsýni – Vinátta - Samvinna – Samræður – Samhljómur
Nánari upplýsingar á kgeysir.is

Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra
Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra var stofnað árið 1952 og hefur frá upphafi verið frumkvöðull í þjónustu við fötluð börn og ungmenni. Meginmarkmið félagsins er að stuðla að aukinni orku, starfshæfni og velferð fólks með fötlun, einkum barna.
Heimasíða félagsins er slf.is.

Styrktarsjóður Steinars Mána
Tilgangur félagsins er að úthluta styrkjum til Steinars Mána vegna fötlunar sem hann hlaut í fæðingu.

Styrktarsjóður Stulla
Tilgangur félagsins er að afla fjár til að fjármagna hjálpartæki og annað sem bætir aðbúnað og eykur lífsgæði og sjálfstæði Þorsteins Sturlu Gunnarssonar kt. 031299-2179 sem frá fæðingu er haldinn alvarlegum taugahrörnunarsjúkdómi –Spinal Muscular Atrophy (SMA) og glímir við mjög mikla hreyfihömlun af þeim sökum.

Sumarbúðir KFUM og KFUK í Vindáshlíð
Vindáshlíð eru sumarbúðir KFUM og KFUK á Íslandi fyrir stúlkur í 45 km fjarlægð frá Reykjavík. Yfir sumartímann gefst stúlkum á aldrinum 9-15 ára tækifæri til að njóta samveru bæði úti og inni. Í Vindáshlíð er íþróttahús og gott útileiksvæði með leiktækjum og fótboltavelli. Í Vindáshlíð er margt hægt að gera og foringjarnir taka upp á ýmsu óvæntu. Á hverjum degi er lesin biblíusaga og mikið sungið. Umhverfið býður upp á fjölbreytta útiveru, svo sem gönguferðir upp á Sandfell, að Selárfossi (Brúðarslæðu) og að Pokafossi. Þar er einnig hægt að fara í spennandi skógarleiki, ratleik og réttarleik. Í íþróttahúsinu er keppt í brennó í hverjum flokki. Nánari upplýsingar má finna á kfum.is.

Sveinusjóður
Sveinusjóður var stofnaður árið 2009 til að safna fyrir nýjum íþróttaskála í Ölveri sumarbúðum KFUM og KFUK í Borgarfirði. Nafnið er dregið af Sveinbjörgu Arnmundsdóttur (Sveinu), sem helgaði líf sitt sumarbúðunum og gaf starfinu tugþúsundir vinnustunda á 68 ára starfsferli. Sveina lést í febrúar 2010.
Íþróttaskálinn sem reisa þarf mun leysa af hólmi 60 ára gamlan leikskála og mæta öllum kröfum nútímans. Slíkt hús mun aldrei rísa nema fyrir gjafir og styrki hollvina sumarbúðanna. Íþróttaskáli sem þjóna mun íslenskri æsku og kristilegu sumarbúðastarfi um langa framtíð.
Heimasíða félagsins er olver.is.

Team Auður
Góðgerðarfélagið Team Auður er hlaupahópur sem dætur Auðar Árnadóttur og vinkonur þeirra stofnuðu með það að aðalmarkmiði að hlaupa í RM til að styrkja Ljósið endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir krabbameinsgreynda og aðstandendur þeirra og einnig krabbameinslækningadeild Landspítalans 11E. En Auður lést í desember 2012 eftir áralanga baráttu við krabbamein. En auk þess að æfa fyrir RM hefur félagið þegar staðið fyrir söfnunum með stuðningi og framlögum velviljaðra fyrirtækja og  minningargolfmóti í Leiru.

Thorvaldsensfélagið
Thorvaldsensfélagið var stofnað 1875 og hefur starfað í 37 ár að almenningsheill og styrkt þá sem við erfiðleika búa, sérstaklega veik börn, ungmenni og aldraða. Félagskonur eru 96 og vinna öll sín störf í sjálfboðavinnu. Á síðasta starfsári voru veittir styrkir fyrir rúmlega 9 milljónir. Stærstu styrkirnir fóru til meðferðar- og endurhæfingadeildar Lanspítalans fyrir ungt fólk með byrjandi geðrofssjúkdóma, til Thorvaldsenssjóðsins sem sinnir málefnum barna og unglinga með sykursýki við Barnaspítala Hringsins og til Heilsuskólans sem er forvarnar- og meðferðarúrræði fyrir börn sem glíma við offituvanda. Nánari upplýsingar á thorvaldsens.is.

Tilvera - samtök um ófrjósemi
Tilvera eru hagsmunasamtök fyrir fólk sem glímir við ófrjósemi en talið er að einn (1) af hverjum sex (6) glími við ófrjósemi og er líklegt að allir þekki eða komi til með að þekkja einhvern sem á við ófrjósemi að stríða.
Ófrjósemi tekur mjög á andlega og líkamlega fyrir þann sem á í hlut, svo ekki sé talað um fjárhagslega eða áhrif á hjónabandið/sambandið sé um par að ræða. 
Markmið Tilveru er að vera málsvari fólks sem á við ófrjósemi að stríða og gætir hagsmuna þeirra, veitir almenna fræðslu og styður eftir fremsta megni þá sem standa í barneignarbaráttu, hvar sem þeir eru staddir i því ferli. 
Ísland stendur aftast á merinni hvað varðar niðurgreiðslu á meðferðum á Norðurlöndum en einungis þrjár meðferðir eru niðurgreiddar að hluta en fyrstu tæknifrjóvgunarmeðferð þurfa sjúklingar að borga sjálfir að fullu. Þetta er óásættanlegt og vinnur Tilvera í því að fá þessu breytt.
Á heimasíðu samtakanna er hafsjór upplýsinga auk þess sem þar er spjallborð opið öllum. Sjá nánar á tilvera.is. Tilvera er einnig með LIKE síðu á Facebook.

Umhyggja, félag til stuðnings langveikum börnum
Umhyggja er félag sem vinnur að bættum hag langveikra barna og fjölskyldna þeirra. Í félaginu starfa foreldrar langveikra barna og fagfólk innan heilbrigðiskerfisins. Einnig eru félög og hópar foreldra langveikra barna í félaginu. Helstu stefnumál Umhyggju eru m.a.: að styrkja langveik börn og fjölskyldur þeirra sem orðið hafa fyrir verulegum fjárhagsörðuleikum vegna veikindanna, að veita upplýsingar um þarfir langveikra barna, að benda stjórnvöldum á þessar þarfir og að hvetja þau til úrbóta á aðbúnaði veikra barna.
Heimasíða félagsins er umhyggja.is.

UN Women á Íslandi
UN Women er eina stofnun Sameinuðu þjóðanna sem vinnur að jafnrétti kynjanna og eflingu kvenna. UN Women styrkir verkefni sem miða að því að binda endi á ofbeldi gegn konum, draga úr fátækt og að efnahagslegri og pólitískri valdeflingu auk þess að veita konum sjálfsögð mannréttindi. UN Women vinnur eftir þeirri hugmyndafræði að þegar konur eru heilbrigðar, menntaðar og þátttakendur í hagkerfinu nái ávinningurinn til barna þeirra, samfélaga og þjóða. Stofnunin treystir alfarið á frjáls framlög frá ríkisstjórnum, fyrirtækjum og einstaklingum. Nánar á: www.unwomen.is.

UNICEF á Íslandi
UNICEF (Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna) hefur í tæpa sjö áratugi verið leiðandi í hjálparstarfi fyrir börn í heiminum. Við berjumst fyrir réttindum barna á heimsvísu og sinnum bæði langtímauppbyggingu og neyðaraðstoð. UNICEF treystir eingöngu á frjáls framlög og hefur að leiðarljósi þá bjargföstu trú að öll heimsins börn eigi rétt á heilsugæslu, menntun, jafnrétti og vernd. Við erum á vettvangi í yfir 190 löndum og leggjum áherslu á að ná til allra barna – hvar sem þau eru.
Heimasíða félagsins er unicef.is

Vinir Hrings
- Vinir Hrings reka verkefni á Barnaspítala Hringsins sem felst í því að börnin á spítalanum fá heimsókn einu sinni í viku frá góðlátlegum og skemmtilegum ísbirni sem heitir Hringur.
- Hringur skemmtir börnunum, styttir þeim stundir og gerir vistina á barnaspítalanum ánægjulegri. Hringur er einskonar mjúk ásýnd barnaspítalans og hugmyndin hefur verið þróuð í nánu samstarfi við lækna og hjúkrunarfólk barnaspítalans ásamt fagfólki í leiklist.
Heimasíða félagsins er hringur.is (ekki komin í loftið).

Vinir Indlands
Vinir Indlands styðja fátæk og foreldralaus börn til mennta í Tamil Nadu héraði á Indlandi auk þess sem það hjálpar til við fæði og húsaskjól. Auk þess styður félagið við 3 heimili fyrir foreldralaus og /eða fátæk börn. 
Heimasíða félagsins er multikulti.is.

Von, félag til styrktar skjólstæðingum á gjörgæsludeild LSH
Félagið er styrktarfélag, stofnað haustið 2007 af hjúkrunarfræðingum gjörgæsludeildar, E-6 í Fossvogi. Verkefni okkar er fyrst og fremst að bæta aðstöðu skjólstæðinga okkar og gera þeim kleift að vera í sem bestu mögulega umhverfi á þeirra erfiðu stundum. Við höfum m.a endurnýjað mublur, svefnaðstöðu, sjónvörp, útvörp, tölvu, aðstöðu til að neyta matar svo dæmi séu tekin. Einnig veitum við styrki til skjólstæðinga okkar sem oft hafa átt við alvarleg veikindi að etja .Við erum með korta- og minningarkortasölu.
Heimasíða fyrir félagið er í vinnslu.

Þroskahjálp á Suðurlandi
Þroskahjálp á Suðurlandi hefur starfað óslitið í liðlega aldarfjórðung og meginverkefni félagsins er og hefur verið hagsmunagæsla fyrir fatlað á starfssvæðinu. Félagið er aðili að Landssamtökunum Þroskahjálp sem starfa á landsvísu að þessum málum.
Baráttumálin eru fjölmörg þó segja megi að búsetumálin hafi verið fyrirferðamest í gegnum tíðina. Fjöldi búsetuúrræða hefur engan veginn fylgt þörfinni á Suðurlandi. Íbúum og þar með fötluðum hefur fjölgað jafnt og þétt, sérstaklega á liðnum áratug, en búsetuúrræðum hefur hins vegar fjölgað lítið sem ekki neitt. Ný úrræði hafa verið tekin í notkun, en þá hafa önnur verið lögð af. Öll búsetuúrræðin eru í dag í Árborg, Hveragerði og í Þorlákshöfn. Það er ljóst að þörfin er mikil, bæði á þessu svæði og í öðrum sveitarfélögum til að tryggja að einstaklingar geti verið sem næst sinni heimabyggð.

Þroskahjálp á Suðurnesjum
Þroskahjálp á Suðurnesjum var stofnað árið 1977 af foreldrum fatlaðra barna. Félagið er hagsmunafélag fatlaðra einstaklinga á Suðurnesjum sem sér um að styðja og fræða fatlaða og aðstandendur þeirra.

ÞÚ GETUR!
Að styðja við menntun þeirra sem átt hafa við geðræn vandamál að stríða. Nánari upplýsingar á thugetur.is.

Ægir, Íþróttafélag fatlaðra
Ægir, er íþróttafélag fyrir fólk með fötlun. Markmið félagsins er að sjá til þess að einstaklingar með fötlun geti stundað íþróttir sem þeim hentar og gefa þeim færi á að keppa í þeim. Íþróttafélagið Ægir heldur úti fjórum æfingum á viku samtals þar sem við bjóðum uppá boccia og sund.
Heimasíða félagsins er 123.is/ifaegir.

 

Um Íþróttabandalag Reykjavíkur

Íþróttabandalag Reykjavíkur (ÍBR) var stofnað 1944 og eru samtök íþróttafélaganna í Reykjavík. Árlega hefur Íþróttabandalagið umsjón með sex stórum íþróttaviðburðum: Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka í ágúst, Laugavegshlaupið í júlí, WOW Tour of Reykjavik og Miðnæturhlaup Suzuki í júní, WOW Northern Lights Run í febrúar og WOW Reykjavik International Games í janúar.