Heim flag

Góðgerðamál

hlaupastyrkur-2014-7-28-b

Áheitasöfnun í tengslum við Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka 2014 fer fram á hlaupastyrkur.is líkt og undanfarin ár. Áheitasöfnunin hefst í maí og fá skráðir hlauparar þá póst með nánari upplýsingum. Opið verður fyrir skráningu áheita til miðnættis mánudaginn 25.ágúst.

Aðstandendum góðgerðafélaga sem hafa áhuga á þátttöku í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Íslandsbanka 2014 er bent á að upplýsingar um skráningu góðgerðafélaga er að finna hér

Árið 2013 söfnuðust alls 72.549.948 krónur til 148 góðgerðafélaga í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Íslandsbanka á hlaupastyrkur.is. Þetta er 58% hærri upphæð en safnaðist árið 2012 þegar met var slegið í áheitasöfnun. 

Þau félög sem safnaðist mest fyrir árið 2013 voru Ljósið, endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda 7 milljónir, Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna 4,5 milljónir, Krabbameinsfélag Íslands 3,5 milljónir og Hringurinn 2,7 milljónir. 86 af þeim 157 félögum sem tóku þátt í söfnuninni fengu meira en 100.000 krónur í sinn hlut, sautján félög fengu meira en milljón. Sjá nánar í áheitaskýrslunni 2013.

Jón Gunnar Geirdal sem hljóp fyrir Rjóður, hvíldar og endurhæfingarheimili fyrir langveik börn safnaði mestu árið 2013 eða 1.246.500 kr. Næst mestu safnaði Ólafur Darri Ólafsson fyrir AHC samtökin, eða 1.022.257 kr. Valdís Birta Arnarsdóttir safnaði síðan þriðju hæstu upphæðinni, 982.456 kr. fyrir CMT4A Styrktarsjóð Þórdísar. Þá var einnig veitt viðurkenning fyrir flest söfnuð áheit sem í ár voru 186 talsins. Það var Halldóra Friðgerður Víðisdóttir sem safnaði svo mörgum áheitum en hún hljóp fyrir Kraft – stuðningsfélag fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur. Það boðhlaupslið sem safnaði mestu á hlaupastyrkur.is var liðið „Hlaupasamtök Þórdísar“ en liðið hljóp fyrir CMT4A Styrktarsjóð Þórdísar og safnaði kr. 194.000 kr.

Smellið hér til að skoða nánari tölfræði áheitasöfnunar Reykjavíkurmaraþons Íslandsbanka 2013.

Um Íþróttabandalag Reykjavíkur

Íþróttabandalag Reykjavíkur (ÍBR) var stofnað 1944 og eru samtök íþróttafélaganna í Reykjavík. Árlega hefur Íþróttabandalagið umsjón með sex stórum íþróttaviðburðum: Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka í ágúst, Laugavegshlaupið í júlí, WOW Tour of Reykjavik og Miðnæturhlaup Suzuki í júní, WOW Northern Lights Run í febrúar og WOW Reykjavik International Games í janúar.